Erlent

Reyndi að selja albínóa

Albínóinn Robinson Mkwana segir að Nathan Mutei, 28 ára gamall kenískur karlmaður, hafi reynt að plata sig til Kenía. Mynd/Sky-fréttastofan
Albínóinn Robinson Mkwana segir að Nathan Mutei, 28 ára gamall kenískur karlmaður, hafi reynt að plata sig til Kenía. Mynd/Sky-fréttastofan
Kenískur karlmaður hlaut 17 ára fangelsisdóm í nágrannaríkinu Tansaníu í dag fyrir að reyna að selja töfralækni samstarfsmann sinn sem er albínói. Töfralæknirinn hugðist borga 180.000 punda eða tæplega 22 milljónir fyrir albínóann Robinson Mkwana.

Í mörgum ríkjum í austurhluta Afríku eru líkamspartar albínóa taldir búa yfir töframætti og stafar þeim því umtalsverð ógn af töfralæknum og þeim sem leita til þeirra. Ljóst þykir að Mkwana hefði verið myrtur hefðu viðskiptinn náð fram að ganga.

„Hann sagði mér að ég gæti fengi vinnu í Kenía," hefur Sky-fréttastofan eftir Mkwana, sem er frá Tansaníu, um Keníumanninn Nathan Mutei. „En hann vildi einungis versla með mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×