Erlent

Mál bandarísks barnaníðings teygir anga sína til Íslands

Dómshúsið í Chester sýslu þar sem réttarhöldin fara fram.
Dómshúsið í Chester sýslu þar sem réttarhöldin fara fram.

Ísland kemur við sögu í réttarhöldum yfir Bandaríkjamanni sem grunaður er um misnotkun á ungum drengjum um margra ára skeið. Maðurinn var handtekinn á miðvikudag í Pennsylvaníu og fjölmiðlar í Philadelphiu fjalla um málið í dag.

Samkvæmt ákæruskjölum ferðaðist maðurinn til Íslands sumarið 2005 ásamt þrettán ára gömlum dreng. Hann er sagður hafa misnotað drenginn fyrst hér á landi og ítrekað næstu árin á eftir. Hann er ákærður fyrir brot í tíu liðum gagnvart drengnum sem hann fór með til Íslands en einnig gagnvart tveimur öðrum drengjum sem hann er sagður hafa misnotað á heimili sínu. Maðurinn er sagður eiga margra áratuga fangavist yfir höfði sér verði hann sakfelldur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×