Erlent

80 prósent af olíunni enn í flóanum

Frá Mexíkóflóa
Frá Mexíkóflóa Mynd/AFP
Vísindamenn við Georgíuháskóla í bandaríkjunum fullyrða að um áttatíu prósent af olíunni, sem lak úr borholu á botni Mexíkóflóa sé enn í flóanum og geti haft mikil áhrif á þörunga og annað líf í flóanum.

Greint er frá málinu í bandaríska blaðinu New York Daily News. Vísindamennirnir segja að skýrsla bandarískra stjórnvalda um olíulekann sé ónákvæm. Þar var því haldið fram að þremur fjórðu olíunnar hefði ýmist verið fjarlægð af mönnum, gufað upp eða brunnið upp.

Haft er eftir einum vísindamannannanna, að það sé mikill miskilningur að olían sé farin. Hún sé þarna enn og það taki hana mörg ár að brotna niður.

Það var upp úr miðjum apríl sem borpall BP olíufélagsins, Deepwater Horizon sprakk, með þeim afleiðingum að líklega yfir sjö hundruð milljónir lítra af olíu láku í sjóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×