Erlent

Fékk prest á sjúkrahúsið

Ungverska leikkonan Zsa Zsa Gabor er við dauðans dyr samkvæmt upplýsingum frá talsmanni hennar og hefur hún beðið um að fá að hitta prest til sín á sjúkrahúsið. Það þykir benda til þess að hún eigi ekki langt eftir. Hún var lögð inn á sjúkrahús fyrir helgi vegna tveggja blóðtappa.

Hún mjaðmabrotnaði í síðasta mánuði og fékk sýkingu í skurðinn og svaraði lyfjum illa. Ástandið er sagt vera mjög alvarlegt en Gabor er orðin 93 ára. Leikkonan hefur verið í hjólastól eftir að hún lamaðist að hluta í bílslysi árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×