Erlent

Kona í ísraelsher í klandri vegna Facebook myndar

Facebook myndin umdeilda.
Facebook myndin umdeilda.

Eden Aberjil fyrrum hermaður hjá ísraelska hernum setti myndir inn á Fésbókar-síðu sína þar sem hún stiltti sér upp með palestínskum föngum. Við eina myndina þar sem hún sést fyrir framan þrjá fanga sem allir eru með bundið fyrir augun og einn bundinn á höndum, stendur: „Herinn - besti tími lífs míns".

Ísraelsher hefur brugðist hart við og lýst því yfir að myndirnar séu forkastanlegar. Þær séu brot á siðareglum hresins. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að hægt verði að grípa til aðgerða gegn henni en hún hætti í hernum fyrir ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×