Erlent

Vilja Harry Potter smokka af markaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Harry Potter vörumerkið er verðmætt. Mynd/ afp.
Harry Potter vörumerkið er verðmætt. Mynd/ afp.
Warner Bros kvikmyndaframleiðandinn hefur stefnt svissneskum smokkaframleiðanda sem hefur selt smokka síðastliðin fjögur ár undir merkjum Harry Potters.

Breska blaðið Guardian segir að ekki sé öllum skemmt yfir þessari markaðssetningu. „Ímynd umbjóðanda míns er í hættu," segir lögmaður kvikmyndaframleiðandans. „Þetta er klárlega skírskotun í myndina og persónuna Harry Potter. Allir sem sjá smokkana hugsa ósjálfrátt um Harry Potter," segir lögfræðingurinn.

Harry Potter vörumerkið er talið vera 15 milljarða sterlingspunda virði. Upphæðin samsvarar 2800 milljörðum íslenskra króna. Því er ekki að furða að lögmenn bæði Warner Bros og JK Rowling, höfundar bókanna um galdrastrákinn, verji vörumerki með kjafti og klóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×