Erlent

Látinna minnst í Kína

Fórnarlambanna var minnst víða um Kína í dag. Mynd/AP
Fórnarlambanna var minnst víða um Kína í dag. Mynd/AP
Nú er staðfest að 1239 hafi farist í aurskriðum í Zhouqu í Gansu-héraði í Kína um síðustu helgi. 505 íbúar bæjarins eru enn ófundnir. Fórnarlamba aurskriðnanna var minnst víðsvegar um Kína í dag.

Flóðin í Pakistan og Kína hafa staðið í hálfan mánuð og undanfarna daga hefur verið úrhellisrigning á hamfarasvæðunum. Þá hafa fjölmargar aurskriður ollið miklu tjóni.

Þúsundir komu saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í dag og minntust fórnarlambanna. Þá voru kvikmyndahús, skemmtistaðir og leikhús lokuð víða í dag. Við sendiráð og opinberar byggingar um allt land var flaggað í hálfa stöng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×