Erlent

Risarottur hrella Breta

Eins og sjá má eru rotturnar engin smásmíði.
Eins og sjá má eru rotturnar engin smásmíði.

Íbúar í Bradford á Englandi eru skelfingu lostnir eftir að risarotta var drepin í bænum á dögunum. Rottan er helmingi stærri en venjulegar rottur og óttast menn að tegundin sé nú að ryðja sér til rúms á svæðinu því fleiri slíkar hafa sést undanfarna daga. 31 árs gamall Breti, Brandon Goddard skaut kvikyndið á færi en rottan reyndist rúmir 76 sentimetrar að lengd.

Rottan hefur vakið mikla athygli í breskum miðlum og í blaðinu The Sun er birt mynd af ferlíkinu sem sjá má með þessari frétt. Líklegast er um tegund af risarottum frá Suður-Ameríku að ræða en menn héldu að þeim hefði verið útrýmt á Bretlandi fyrir tveimur áratugum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×