Erlent

Brotnaði í tvennt í lendingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvélin var á vegum Aires Airlines. Mynd/ afp.
Flugvélin var á vegum Aires Airlines. Mynd/ afp.
Boeing 737 þota hrapaði í lendingu við eyna San Andres í Karabíska hafinu í nótt. Flugvélin brotnaði í tvennt að því er fram kemur á vef Danmarks Radio. Lögreglan á staðnum segir að hið minnsta einn hafi farist og 114 slasast í brotlendingunni.

Talsmaður á vegum Kólumbíska flugfélagsins segir að vélin hafi verið að fljúga í miklu óveðri og eldingu hafi lostið niður í hana þegar að slysið varð. Yfirvöld á staðnum rannsaka slysið.

Eftir því sem fram kemur á vefnum El Tiempo var banamein þess sem fórst hjartaáfall sem hann fékk eftir slysiið. Sex farþega sluppu ómeiddir úr slysinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×