Erlent

Boxari grunaður um morð í Taílandi

Lögreglan á eyjunni Phuket á Taílandi leitar nú að breska tæ-boxaranum Lee Aldhouse sem grunaður er um að hafa stungið bandarískan ferðamann ítrekað með eggvopni með þeim afleiðingum að hann lést.

Hinn látni, Dashawn Longfellow lenti í áflogum við Aldhouse á bar í landinu á laugardaginn og er talið að Aldhouse hafi elt hann upp á hótelherbergi og stungið hann ítrekað. Fylgst er náið með flugvelli eyjunnar sem og höfnum hennar þá hefur mynd af Aldhouse verið dreift á víð og dreif. Talið er að hann sé ennþá á eyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×