Erlent

Rigningin verður Dönum dýrkeypt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eins og sést á meðfylgjandi mynd fóru fjölmargir bílar illa i flóðunum. Mynd/ afp .
Eins og sést á meðfylgjandi mynd fóru fjölmargir bílar illa i flóðunum. Mynd/ afp .
Úrhellisregnið sem gekk yfir Kaupmannahöfn og norðurhluta Sjálands um helgina mun verða Dönum kostnaðarsamt. Ekki liggur hins vegar fyrir hversu mikill kostnaðurinn verður fyrir íbúða- og sumarbústaðaeigendur, segir Jyllands Posten.

Gríðarlegar skemmdir urðu vegna vatnselgs sem hlaust af rigningunni og hafa tryggingarfélaginu Tryg Forsikring einu borist alls um 2000 tilkynningar vegna tjóns. Troels Rasmussen, upplýsingafulltrúi hjá tryggingarfélaginu, segist búast við því að fleiri tilkynningar berist þegar að fólk kemur úr sumarleyfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×