Erlent

Róteindir nálguðust ljóshraða

Fögnuðu Vísindamenn skáluðu í kampavíni í gær eftir að hafa slegið met í risahraðli CERN.Fréttablaðið/AP
Fögnuðu Vísindamenn skáluðu í kampavíni í gær eftir að hafa slegið met í risahraðli CERN.Fréttablaðið/AP

Sviss, ap Vísindamönnum við Evrópsku kjarnorkurannsóknarstöðina (CERN) tókst í gær að koma róteindum nærri hraða ljóssins og láta þær svo rekast saman í risavöxnum sterkeindahraðli.

Gríðarleg orka varð til við árekstur róteindanna, og slógu vísindamennirnir fyrri met í þeim efnum. Róteindum var skotið í sitthvora áttina í hringlaga göngum hraðalsins. Göngin eru 27 kílómetrar og liggja undir yfirborði jarðar. Talsmaður CERN sagði í gær þetta marka upphaf tilrauna sem standa muni í um tvö ár. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×