Erlent

Enn leitað að Suður-kóreskum sjóliðum

MYND/AP

Fjögur bandarísk herskip aðstoða nú Suður-Kóreska flotann við að finna tugi sjóliða sem enn er saknað eftir að Suður-Kóreskt herskip sprakk og sökk á föstudaginn var.

Talið er að 46 sjóliðar séu enn innanborðs og vonir eru um að einhverjir séu enn á lífi en óljóst er hvað orsakaði sprenginguna um borð. Sjóherinn hefur nú fundið hluta skipsins á hafsbotni og eru kafarar á leið að flakinu .

Fyrst var talið að Norður-Kóreumenn hefðu skotið tundurskeyti á skipið en nú segja stjórnvöld að ekkert bendi til þess að svo hafi verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×