Erlent

Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sofi Oksanen
Sofi Oksanen

Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puhdistus.

Í umsögn Norðurlandaráðs segir að í þriðju bók sinni sýni Oksanen allt hvað í henni býr. Hún búi yfir góðum stíl sem hún nýti vel til að lýsa því hvernig sagan geti leikið einstaklinga.

Oksanen er fædd árið 1977 og er því einungis 33 ára gömul.

Puhdistus kemur út hjá Máli og menningu í haust.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×