Erlent

Sonur Errols Flynn fundinn?

Óli Tynes skrifar
Errol og Sean Flynn.
Errol og Sean Flynn.

Talið er að búið sé að finna jarðneskar leifar fréttaljósmyndarans Sean Flynn, sem var sonur leikarans margfræga Errols Flynn.

Sean Flynn var 28 ára gamall þegar hann hvarf í stríðinu í Kambódíu fyrir fjörutíu árum.

Hann átti stuttan feril sem leikari en sneri sér svo að fréttaljósmyndun. Hann myndaði stríðið bæði í Vietnam og Kambódíu.

Flynn var einn af að minnsta kosti 37 blaðamönnum sem voru drepnir eða týndust í Kambódíustríðinu sem stóð frá 1970-1975.

Stjórnarher Kambódíu sem Bandaríkjamenn studdu átti þá í stríði við Rauðu kmerana sem Norður-Vietnamar studdu.

Kmerarnir unnu að lokum sigur sem hafði skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir landsmenn. Talið er að þeir hafi myrt um tvær milljónir manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×