Erlent

Sakfelldir fyrir mútuþægni

Ræðismaður Ástralíu í Kína ræðir við fjölmiðla.
 nordicphotos/AFP
Ræðismaður Ástralíu í Kína ræðir við fjölmiðla. nordicphotos/AFP
Fjórir yfirmenn ástralska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínverskur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni.

Meðal hinna dæmdu er Ástralinn Stern Hu, sem fékk tíu ára fangelsi. Áströlsk stjórnvöld hafa mótmælt dómnum, segja hann alltof harðan.

Hinir þrír eru Kínverjar og fengu þeir sjö, átta og fjórtán ára fangelsisdóma.

Fyrirtækið Rio Tinto er með starfsemi víða um heim, meðal annars í álframleiðslu hér á landi. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×