Erlent

Hægir á verðhækkun orku

Tólf mánaða verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 prósent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga.

„Þessi væga hjöðnun verðbólgu endurspeglar minni hækkun orkuverðs en undangengna mánuði. Orkuverð hækkaði um 8,4 prósent í febrúar, samanborið við 10,6 prósent í janúar," segir í tilkynningu OECD.

Meðalverð matvæla í ríkjum OECD lækkaði um 0,3 prósent í febrúar, miðað við undangengna 12 mánuði, en lækkun í janúar nam 0,7 prósentum. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×