Erlent

Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu

MYND/AP

Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar.

Í þeirri sprengingu létust að minnsta kosti 25 manns. Önnur sprengja sprakk síðan um 45 mínútum síðar á Park Kultury stöðinni og þar létust að minnsta kosti 12.

Enginn hefur enn lýst árásunum á hendur sér en stjórnvöld telja líklegt að um íslamska uppreisnarmenn frá Norður-Kákasus héröðunum og Tsetsníu sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×