Erlent

NATO þyrla hrapaði í Afganistan

MYND/AP

Fjórtán eru slasaðir eftir að herþyrla á vegum NATO hrapaði í Suður-Afganistan í nótt. Enginn lést þegar þyrlan hrapaði en allir um borð voru fluttir slasaðir á sjúkrahús.

Talíbanar hafa þegar lýst því yfir að þeir hafi skotið þyrluna niður en talsmenn NATO segja enn óljóst hvað varð til þess að þyrlan féll til jarðar. Ekkert bendir hins vegar til þess að skotið hafi verið á þyrluna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×