Erlent

Nú brosir Silvio breitt

Óli Tynes skrifar
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Það virðist vera nokkuð sama hversu mikið andstæðingarnir hamast á Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hann heldur sínu og vel það.

Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum hirti samsteypustjórn hans fjögur sveitarfélög af stjórnarandstöðunni, þar á meðal Rómarborg.

Samtals vann stjórnin sex héruð af þrettán sem kosið var í. Hart hefur verið sótt að Berlusconi undanfarin misseri ekki síst vegna kvennamála hans.

Það var því litið á þessar kosningar sem mikla prófraun fyrir forsætisráðherrann og fyrsta prófraun hans síðan hann sigraði í þingkosningum árið 2008.

Hann getur vel við unað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×