Erlent

Búið að finna afturhluta kóresku korvettunnar

Óli Tynes skrifar
Framhluti skipsins flaut á yfirborðinu en afturhlutinn sökk til botns.
Framhluti skipsins flaut á yfirborðinu en afturhlutinn sökk til botns.

Búið er að finna á hafsbotni afturhluta af suður-kóresku korvettunni Cheonan sem sökk síðastliðinn föstudag eftir mikla sprengingu.

Mörg vatnsþétt skilrúm voru í skipinu og er vonast til þess að einhverjir af áhöfninni séu þar á lífi. Um borð var 104 manna áhöfn og er 46 saknað.

Það hefur verið vont í sjóinn á þessum slóðum síðan skipið sökk og kafarar hafi því átt erfitt með að athafna sig.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni um borð. Í fyrstu var talið að Norður-Kóreumenn hefðu gert á það árás en við nánari skoðun fundust engin merki um slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×