Pútín og Medvedev boða stríðsaðgerðir 30. mars 2010 05:00 Læknar og björgunarfólk aðstoða særðan mann fyrir utan lestarstöðina Park Kúltúrí í Moskvu. nordicphotos/AFP „Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. Fyrri sprengjan sprakk rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun á lestarstöðinni Lúbjanka, sem er undir höfuðstöðvum leyniþjónustunnar FSB, arftaka hinnar illræmdu KGB. Seinni sprengingin varð um 45 mínútum síðar á lestarstöðinni Park Kúltúrí, sem er skammt frá hinum þekkta Gorkígarði í Moskvu. Báðar sprengjurnar sprungu þegar lest var nýkomin á stöðina og dyrnar voru að opnast. „Ég heyrði sprengingu, sneri höfðinu og reykur var alls staðar. Fólkið hljóp öskrandi að útgönguleiðunum,“ sagði Alexander Vakulov, 24 ára maður sem var á Park Kúltúrí-stöðinni í lest á öðrum brautarpalli gegnt þeim sem varð fyrir árásinni. Bæði Vladimír Pútín forseti og Dmitrí Medvedev forsætisráðherra höfðu í gær stór orð um að refsa tsjetsjensku uppreisnarhópunum, sem taldir eru bera ábyrgð á árásinni. Pútín sagði að hryðjuverkamönnunum yrði hreinlega tortímt og Medvedev sagði að baráttunni gegn hryðjuverkamönnum yrði haldið áfram þar til yfir lyki. Hvorugur þeirra nefndi þó neitt ákveðið um væntanleg viðbrögð stjórnvalda. Rússneski herinn vann að mestu sigur á uppreisnarsveitum Tsjetsjena með þungum árásum í stríði fyrir um það bil áratug, en síðan hafa uppreisnarhópar engu síður gengið lausum hala í fjallahéruðum og skóglendi Tsjetsjeníu þrátt fyrir að stjórn héraðsins hafi verið vinveitt Moskvustjórn. Lestarstöðvarnar tvær í Moskvu voru opnaðar á ný um fjögurleytið. Einu ummerki atburða dagsins voru göt eftir sprengjubrot á veggjum stöðvanna. Vegfarendur voru þó varir um sig fyrst í stað. „Þetta er skelfilegt,“ sagði einn þeirra, sextán ára piltur að nafni Vasilí Vlastinin. „Það er orðið hættulegt að taka jarðlestirnar, en ég held samt áfram að ferðast með þeim. Maður þarf einhvern veginn að komast í skóla eða vinnu.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
„Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. Fyrri sprengjan sprakk rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun á lestarstöðinni Lúbjanka, sem er undir höfuðstöðvum leyniþjónustunnar FSB, arftaka hinnar illræmdu KGB. Seinni sprengingin varð um 45 mínútum síðar á lestarstöðinni Park Kúltúrí, sem er skammt frá hinum þekkta Gorkígarði í Moskvu. Báðar sprengjurnar sprungu þegar lest var nýkomin á stöðina og dyrnar voru að opnast. „Ég heyrði sprengingu, sneri höfðinu og reykur var alls staðar. Fólkið hljóp öskrandi að útgönguleiðunum,“ sagði Alexander Vakulov, 24 ára maður sem var á Park Kúltúrí-stöðinni í lest á öðrum brautarpalli gegnt þeim sem varð fyrir árásinni. Bæði Vladimír Pútín forseti og Dmitrí Medvedev forsætisráðherra höfðu í gær stór orð um að refsa tsjetsjensku uppreisnarhópunum, sem taldir eru bera ábyrgð á árásinni. Pútín sagði að hryðjuverkamönnunum yrði hreinlega tortímt og Medvedev sagði að baráttunni gegn hryðjuverkamönnum yrði haldið áfram þar til yfir lyki. Hvorugur þeirra nefndi þó neitt ákveðið um væntanleg viðbrögð stjórnvalda. Rússneski herinn vann að mestu sigur á uppreisnarsveitum Tsjetsjena með þungum árásum í stríði fyrir um það bil áratug, en síðan hafa uppreisnarhópar engu síður gengið lausum hala í fjallahéruðum og skóglendi Tsjetsjeníu þrátt fyrir að stjórn héraðsins hafi verið vinveitt Moskvustjórn. Lestarstöðvarnar tvær í Moskvu voru opnaðar á ný um fjögurleytið. Einu ummerki atburða dagsins voru göt eftir sprengjubrot á veggjum stöðvanna. Vegfarendur voru þó varir um sig fyrst í stað. „Þetta er skelfilegt,“ sagði einn þeirra, sextán ára piltur að nafni Vasilí Vlastinin. „Það er orðið hættulegt að taka jarðlestirnar, en ég held samt áfram að ferðast með þeim. Maður þarf einhvern veginn að komast í skóla eða vinnu.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira