Fleiri fréttir Prestar á eftirlaunum þjónuðu við guðsþjónustur Prestar á eftirlaunum þjóna ólaunaðir fyrir altari til að hægt sé að halda guðsþjónustur yfir hátíðarnar í Noregi. Engu að síður þarf að aflýsa fjölda guðsþjónusta vegna skorts á prestum. 25.12.2009 13:56 Á annan tug manna hefur látist í óveðri í Bandaríkjunum Talið er að 18 manns hafi látist vegna hálku á vegum í miðhluta Bandaríkjanna nú yfir jólahátíðina. Margir þeirra létust í Nebraska og Kansas, segir fréttastofa BBC. Um 100 flugferðum frá Minneapolis hefur verið frestað vegna veðurs. 25.12.2009 08:47 Páfanum var hrint við guðsþjónustu Benedikt XVI páfi var felldur í jörðina við upphaf guðsþjónustu í Péturskirkjunni í Róm á aðfangadagskvöld. Fréttastofa BBC segir að konan sem ýtti við páfanum þannig að hann féll eigi við geðræn vandamál að stríða. Hún var handtekin eftir atvikið. 25.12.2009 07:00 Kínverskt fyrirtæki áhugasamt Forsvarsmenn Ford-bílaverksmiðjanna sögðu í gær samninga við kínversku bílaframleiðendurna Geely Group um sölu á Volvo-verksmiðjunum langt komna. Líklegt er talið að samningar takist á nýju ári. 24.12.2009 06:00 Selja jólaskraut úr hreindýraskít Hálsmen og jólaskraut úr hreindýraskít hafa skilað dýragarðinum í borginni Bloomington í Illinois-ríki í Bandaríkjunum tæpum 21 þúsund dollurum, eða rúmlega hálfri þriðju milljón króna, í tekjur nú í aðdraganda jólanna. 24.12.2009 06:00 Madoff á sjúkradeild Fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hefur verið færður á sjúkrastofu í fangelsinu þar sem hann afplánar. Maddoff situr af sér 150 ára dóm fyrir svik. Hann var fluttur á sjúkrastofuna þann 18. desember síðastliðinn, eftir því sem talskona fangelsisins fullyrðir við BBC. Hún vildi hins vegar ekki upplýsa nánar um aðstæður Madoffs. Madoff er 71 árs gamall. Hann hefur gengist við því að hafa svipið út um 65 milljarða dala. 23.12.2009 20:15 Ryanair þota fór út af flugbrautinni á Prestwick Farþegaþota frá flugfélaginu Ryanair fór út af flugbrautinni á flugvellinum í Prestwick á Englandi í morgun. Mikið vetrarveður hefur sett samgöngur úr skorðum í Evrópu undanfarið og hafa orðið miklar tafir á flugi. Vélin ók yfir svellbunka skömmu eftir lendingu á flugvellinum og rann hún út af brautinni og stöðvaðist þar. Engin meiðsli urðu á farþegum og hefur þeim verið komið inn í flugstöðina á Prestwick. 23.12.2009 10:44 Telegraph fjallar um Essasa Sue Malasísk kona hefur heldur betur hlotið athygli út á froskaauglýsingar Vodafone. 23.12.2009 08:16 Regnmaðurinn látinn Kim Peek, fyrirmyndin að regnmanninum sem Dustin Hoffman túlkaði í samnefndri kvikmynd, er látinn, 58 ára að aldri. 23.12.2009 08:10 Mannskætt umferðarslys í Cornwall Tveir létust og 47 eru slasaðir eftir að langferðabíll, fullur af fólki, valt á ísi lögðum vegi í Cornwall í Bretlandi í gær og endaði á hvolfi á miðjum veginum. 23.12.2009 08:05 Vegaaðstoð Bretlands man varla annað eins Vegaaðstoð félags bifreiðaeigenda í Bretlandi hefur ekki átt eins annríkt og í gær, í heilan áratug. Útkallssveitir félagsins sinntu 22.000 útköllum vegna bilaðra bíla eða fólks sem fest hafði bíla sína í snjósköflum og neyddist aðstoðarliðið til að velja og hafna eftir alvarleika hvers tilfellis. 23.12.2009 08:03 Fór út af flugbraut og brotnaði í tvennt Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá American Airlines, með 145 farþega innanborðs, hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Kingston á Jamaica í gærkvöldi, fór út af flugbrautinni og brotnaði í tvennt. 23.12.2009 07:37 Til stóð að myrða Clinton 1996 Minnstu munaði að Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, hefði orðið fórnarlamb hryðjuverkaárásar árið 1996 þegar hann var í heimsókn á Filippseyjum. 23.12.2009 07:24 Beðið eftir sprengingu Eldfjallið Mayon á norðanverðum Filippseyjum er eins og tifandi sprengja þessa dagana. „Hættuleg sprenging gæti orðið í dag eða næstu dögum," segir Renato Solidum eldfjallafræðingur. 23.12.2009 04:45 Segir skjalið í Times falsað Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist enga ástæðu hafa til að taka mark á lokafresti, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti setti Írönum til að samþykkja samning um skipti á auðguðu úrani og kjarnorkueldsneyti. 23.12.2009 01:00 Krefst skilnings af Kínverjum Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, krefst þess að kínversk stjórnvöld sýni vestrænum lýðræðishefðum umburðarlyndi, en tók jafnframt fram að Frakkar vildu alls ekki móðga Kínverja. 23.12.2009 00:45 Auschwitz-þjófar bara „venjulegir glæpamenn“ Fimmmenningarnir, sem handteknir voru um helgina í Póllandi, grunaðir um að hafa stolið hinu alræmda Arbeit Macht Frei-skilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna, eru hvorki hægriöfgamenn né nýnasistar, að sögn pólsku lögreglunnar. 22.12.2009 08:35 Lögregla í Afríku lagði hald á jólasvein Sérkennilegu vopni var beitt þegar maður var barinn til bana í átökum í Suður-Afríku. 22.12.2009 08:16 Sprengigos yfirvofandi á Filippseyjum Tæplega 45.000 manns dvelja nú í sérstökum búðum í Albay-héraðinu á Filippseyjum og bíða þess sem verða vill með eldfjallið Mayon. 22.12.2009 08:09 Varð fyrir snjóbolta og dró upp byssu Myndskeið, sem nú má sjá á vefnum YouTube, sýnir, að því er virðist, hvar lögreglumaður á frívakt í Washington dregur upp skammbyssu eftir að snjóbolta var kastað í bíl hans á laugardaginn. 22.12.2009 08:01 Viðskiptavinir gripu ræningja Nokkrir viðskiptavinir í verslun í Østervrå á Norður-Jótlandi sýndu mikið snarræði í gærkvöldi þegar þeir hlupu uppi tvo ræningja og yfirbuguðu þá. 22.12.2009 07:58 Játar að hafa myrt stúlku árið 1983 Rúmlega fimmtugur Breti, kvæntur þriggja barna faðir, hefur játað á sig morð á sextán ára gamalli stúlku árið 1983. 22.12.2009 07:27 Bilið minnkar milli bresku flokkanna Munurinn á fylgi Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í Bretlandi mælist nú aðeins níu prósent samkvæmt könnun sem birtist í breska blaðinu Independent og hefur ekki verið svo mjótt á munum síðan í maí. 22.12.2009 07:24 British Airways aflýsir öllu flugi Flugfélagið British Airways aflýsti öllu innanlandsflugi og flugi milli Bretlands og meginlandsins um Heathrow-flugvöll eftir klukkan sjö í gærkvöldi. 22.12.2009 07:20 Standa með Stalín Aðdáendur Jósefs Stalín, bæði í Rússlandi og Georgíu, minntust þess í gær að 130 ár eru liðin frá fæðingu þessa alræmda einræðisherra, sem stjórnaði Sovétríkjunum í tæpa þrjá áratugi. 22.12.2009 03:45 Þingmenn missi nefndarlaun Formaður Sjálfsstjórnarflokksins í Færeyjum, Kári P. Højgaard, segist tilbúinn til þess að þingmenn fái hér eftir ekki greitt sérstaklega fyrir embætti innan þings, svo sem þegar þeir fara með formennsku í þingnefndum, heldur verði þingfararkaup látið duga. 22.12.2009 03:30 Fimm menn handteknir Fimm menn voru handteknir seint á sunnudagskvöld fyrir stuld á járnskiltinu alræmda, sem var yfir hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Póllandi. 22.12.2009 03:00 Samþykki nú nánast öruggt Demókratar í öldungadeild Bandaríkjanna telja nú nánast öruggt að frumvarp um nýja skipan heilbrigðistrygginga verði samþykkt í deildinni fyrir jól. 22.12.2009 02:30 Útskrifaðar fyrir afmælisdag Tvíburarnir Krishna og Trishna frá Bangladess voru útskrifaðir frá sjúkrahúsi í Ástralíu í gær, þar sem þær undirgengust erfiða aðgerð fyrir fimm vikum. 22.12.2009 02:00 Breskri leiðtogar í fyrsta sinn í sjónvarpskappræður Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands munu mætast í kappræðum í sjónvarpi fyrir kosningar sem fyrirhugaðar eru einhverntíma á næsta ári, líklegast í maí. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem þessi háttur er hafður á. Gordon Brown, Verkamannaflokki, David Cameron, Íhaldsflokki og Nick Clegg fyrir Frjálslynda demókrata munu mætast í kappræðum á sjónvarpsstöðvunum ITV, Sky og BBC. Kappræðurnar verða haldnar fyrir framan áhorfendur í sjónvarpsal og verður hver þáttur um 90 mínútna langur. 21.12.2009 21:30 Tugþúsundir flýja eldfjall Tugþúsundum hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín á Fillipseyjum en vísindamenn reikna með því að eitt stærsta eldfjall landsins fari að gjósa á næstu dögum. Fleiri en 9000 fjölskyldur, eða tæplega 45 þúsund manns, hafa verið fluttar í búðir sem reistar hafa verið í hæfilegri fjarlægð frá fjallinu Mayon. Sumir íbúar í nágrenninu kjósa þó heldur að halda sig heima og óttast margir að þjófar fari ránshendi um heimili þeirra yfirgefi þeir þau. 21.12.2009 20:14 Mál gegn Polanski ekki látið niður falla Áfrýjunardómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis um að mál gegn honum verði látið niður falla. Polanski var árið 1977 ákærður og dæmdur fyrir barnaníð í ríkinu. Hann flúði til Evrópu og hefur aldrei snúið aftur á bandaríska grund. 21.12.2009 19:45 Friðarverðlaunahafi fyrirskipar mannskæðar loftárásir Barack Obama, Bandaríkjaforseti gaf sjálfur skipun um það fyrir helgi, að tvær sprengjuárásir yrðu gerðar í Yemen. 21.12.2009 19:23 Öngþveiti í Evrópu Öngþveiti ríkir í samgöngumálum í Evrópu vegna mikils fannfergis rétt þegar milljónir manna ætla að bregða sér af bæ um hátíðarnar. 21.12.2009 15:22 Bandaríkin æfa eldflaugaárás frá Íran Bandaríkjamenn ætla í janúar að æfa hvernig þeir myndu verjast langdrægri kjarnorkueldflaug frá Íran. Þeir hafa áður æft hvernig þeir myndu verjast eldflaugaárás frá Norður-Kóreu. 21.12.2009 15:01 Bannað að barna á vígvellinum Bandarískur hershöfðingi í Norður-Írak hefur hótað að leiða liðsmenn sína fyrir herrétt ef þeir verða ófrískir á meðan þeir gegna herþjónustu þar í landi. 21.12.2009 13:14 Ísraelar viðurkenna líffæraþjófanði Mikið upphlaup varð í sumar þegar sænskur blaðamaður hafði eftir palestinskum heimildarmönnum að Ísraelar hefðu stolið líffærum úr líkum palestínumanna sem hefðu fallið í átökum við ísraelska herinn. 21.12.2009 11:04 Maður í gervi villisvíns skotinn til bana Tveir grískir veiðimenn skutu þann þriðja til bana um helgina þar sem hann skreið um í skóglendi, sveipaður feldi sem hann notaði til að dulbúast sem villisvín og freista þess þannig að veiða eitt slíkt. 21.12.2009 08:20 Bandarísk lögregla prófar höfuðmyndavélar Lögregla í Kaliforníu hefur nú til reynslu nýja myndavélatækni sem ætlað er að vera til vitnis um allar aðgerðir hvers lögreglumanns. 21.12.2009 08:06 Bandaríkjamenn grafa sig út úr sköflunum Íbúar austurstrandar Bandaríkjanna eru nú í óða önn að grafa sig út úr sköflum eftir mikið fannfergi og storm þar um helgina en jafnfallinn snjór náði allt að 60 sentimetrum og var til dæmis eitt met sett í þeim efnum í Maryland. 21.12.2009 07:57 Tugir látnir í helkulda í Evrópu Ískuldi og fannfergi í Evrópu urðu tugum að bana um helgina og samgöngur um alla álfuna eru gengnar úr skorðum. 21.12.2009 07:30 Búðareigandi í Kaupmannahöfn stunginn í höfuðið Búðareigandi á sextugsaldri í Kaupmannahöfn var stunginn í höfuðið í gærkvöldi þegar ránstilraun var gerð hjá honum. Tveir unglingspiltar komu inn í búðina og heimtuðu peninga með hníf á lofti. 21.12.2009 07:28 Auschwitz-skiltið endurheimt Hið heimsþekkta járnskilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna, þar sem stendur Arbeit macht Frei, Vinnan gefur frelsi, hefur verið endurheimt en því var stolið í síðustu viku. 21.12.2009 07:25 Þrír geimfarar halda til geimstöðvarinnar Rússnesku Sojus-geimfari var skotið á loft frá Baikonur-geimstöðinni Kazakstan í nótt með þrjá geimfara innanborðs. Mennirnir eru frá Bandaríkjunum, Japan og Rússlandi og mun geimfarið koma að Alþjóðlegu geimstöðinni á Þorláksmessu. 21.12.2009 07:21 Eurostar-lestin stopp vegna frosts Allt að hundrað þúsund manns beggja vegna Ermarsunds sjá fram á að komast ekki á milli Bretlands og meginlandsins eftir að ljóst varð í gær að lestir Eurostar-fyrirtækisins munu ekki ganga um Ermarsundsgöngin í dag og ekki þangað til veður skánar í Evrópu en þar eru nú frosthörkur og fannfergi en hitamunur ofan- og neðanjarðar veldur rafmagnstruflunum í lestunum. 21.12.2009 07:17 Sjá næstu 50 fréttir
Prestar á eftirlaunum þjónuðu við guðsþjónustur Prestar á eftirlaunum þjóna ólaunaðir fyrir altari til að hægt sé að halda guðsþjónustur yfir hátíðarnar í Noregi. Engu að síður þarf að aflýsa fjölda guðsþjónusta vegna skorts á prestum. 25.12.2009 13:56
Á annan tug manna hefur látist í óveðri í Bandaríkjunum Talið er að 18 manns hafi látist vegna hálku á vegum í miðhluta Bandaríkjanna nú yfir jólahátíðina. Margir þeirra létust í Nebraska og Kansas, segir fréttastofa BBC. Um 100 flugferðum frá Minneapolis hefur verið frestað vegna veðurs. 25.12.2009 08:47
Páfanum var hrint við guðsþjónustu Benedikt XVI páfi var felldur í jörðina við upphaf guðsþjónustu í Péturskirkjunni í Róm á aðfangadagskvöld. Fréttastofa BBC segir að konan sem ýtti við páfanum þannig að hann féll eigi við geðræn vandamál að stríða. Hún var handtekin eftir atvikið. 25.12.2009 07:00
Kínverskt fyrirtæki áhugasamt Forsvarsmenn Ford-bílaverksmiðjanna sögðu í gær samninga við kínversku bílaframleiðendurna Geely Group um sölu á Volvo-verksmiðjunum langt komna. Líklegt er talið að samningar takist á nýju ári. 24.12.2009 06:00
Selja jólaskraut úr hreindýraskít Hálsmen og jólaskraut úr hreindýraskít hafa skilað dýragarðinum í borginni Bloomington í Illinois-ríki í Bandaríkjunum tæpum 21 þúsund dollurum, eða rúmlega hálfri þriðju milljón króna, í tekjur nú í aðdraganda jólanna. 24.12.2009 06:00
Madoff á sjúkradeild Fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hefur verið færður á sjúkrastofu í fangelsinu þar sem hann afplánar. Maddoff situr af sér 150 ára dóm fyrir svik. Hann var fluttur á sjúkrastofuna þann 18. desember síðastliðinn, eftir því sem talskona fangelsisins fullyrðir við BBC. Hún vildi hins vegar ekki upplýsa nánar um aðstæður Madoffs. Madoff er 71 árs gamall. Hann hefur gengist við því að hafa svipið út um 65 milljarða dala. 23.12.2009 20:15
Ryanair þota fór út af flugbrautinni á Prestwick Farþegaþota frá flugfélaginu Ryanair fór út af flugbrautinni á flugvellinum í Prestwick á Englandi í morgun. Mikið vetrarveður hefur sett samgöngur úr skorðum í Evrópu undanfarið og hafa orðið miklar tafir á flugi. Vélin ók yfir svellbunka skömmu eftir lendingu á flugvellinum og rann hún út af brautinni og stöðvaðist þar. Engin meiðsli urðu á farþegum og hefur þeim verið komið inn í flugstöðina á Prestwick. 23.12.2009 10:44
Telegraph fjallar um Essasa Sue Malasísk kona hefur heldur betur hlotið athygli út á froskaauglýsingar Vodafone. 23.12.2009 08:16
Regnmaðurinn látinn Kim Peek, fyrirmyndin að regnmanninum sem Dustin Hoffman túlkaði í samnefndri kvikmynd, er látinn, 58 ára að aldri. 23.12.2009 08:10
Mannskætt umferðarslys í Cornwall Tveir létust og 47 eru slasaðir eftir að langferðabíll, fullur af fólki, valt á ísi lögðum vegi í Cornwall í Bretlandi í gær og endaði á hvolfi á miðjum veginum. 23.12.2009 08:05
Vegaaðstoð Bretlands man varla annað eins Vegaaðstoð félags bifreiðaeigenda í Bretlandi hefur ekki átt eins annríkt og í gær, í heilan áratug. Útkallssveitir félagsins sinntu 22.000 útköllum vegna bilaðra bíla eða fólks sem fest hafði bíla sína í snjósköflum og neyddist aðstoðarliðið til að velja og hafna eftir alvarleika hvers tilfellis. 23.12.2009 08:03
Fór út af flugbraut og brotnaði í tvennt Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá American Airlines, með 145 farþega innanborðs, hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Kingston á Jamaica í gærkvöldi, fór út af flugbrautinni og brotnaði í tvennt. 23.12.2009 07:37
Til stóð að myrða Clinton 1996 Minnstu munaði að Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, hefði orðið fórnarlamb hryðjuverkaárásar árið 1996 þegar hann var í heimsókn á Filippseyjum. 23.12.2009 07:24
Beðið eftir sprengingu Eldfjallið Mayon á norðanverðum Filippseyjum er eins og tifandi sprengja þessa dagana. „Hættuleg sprenging gæti orðið í dag eða næstu dögum," segir Renato Solidum eldfjallafræðingur. 23.12.2009 04:45
Segir skjalið í Times falsað Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist enga ástæðu hafa til að taka mark á lokafresti, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti setti Írönum til að samþykkja samning um skipti á auðguðu úrani og kjarnorkueldsneyti. 23.12.2009 01:00
Krefst skilnings af Kínverjum Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, krefst þess að kínversk stjórnvöld sýni vestrænum lýðræðishefðum umburðarlyndi, en tók jafnframt fram að Frakkar vildu alls ekki móðga Kínverja. 23.12.2009 00:45
Auschwitz-þjófar bara „venjulegir glæpamenn“ Fimmmenningarnir, sem handteknir voru um helgina í Póllandi, grunaðir um að hafa stolið hinu alræmda Arbeit Macht Frei-skilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna, eru hvorki hægriöfgamenn né nýnasistar, að sögn pólsku lögreglunnar. 22.12.2009 08:35
Lögregla í Afríku lagði hald á jólasvein Sérkennilegu vopni var beitt þegar maður var barinn til bana í átökum í Suður-Afríku. 22.12.2009 08:16
Sprengigos yfirvofandi á Filippseyjum Tæplega 45.000 manns dvelja nú í sérstökum búðum í Albay-héraðinu á Filippseyjum og bíða þess sem verða vill með eldfjallið Mayon. 22.12.2009 08:09
Varð fyrir snjóbolta og dró upp byssu Myndskeið, sem nú má sjá á vefnum YouTube, sýnir, að því er virðist, hvar lögreglumaður á frívakt í Washington dregur upp skammbyssu eftir að snjóbolta var kastað í bíl hans á laugardaginn. 22.12.2009 08:01
Viðskiptavinir gripu ræningja Nokkrir viðskiptavinir í verslun í Østervrå á Norður-Jótlandi sýndu mikið snarræði í gærkvöldi þegar þeir hlupu uppi tvo ræningja og yfirbuguðu þá. 22.12.2009 07:58
Játar að hafa myrt stúlku árið 1983 Rúmlega fimmtugur Breti, kvæntur þriggja barna faðir, hefur játað á sig morð á sextán ára gamalli stúlku árið 1983. 22.12.2009 07:27
Bilið minnkar milli bresku flokkanna Munurinn á fylgi Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í Bretlandi mælist nú aðeins níu prósent samkvæmt könnun sem birtist í breska blaðinu Independent og hefur ekki verið svo mjótt á munum síðan í maí. 22.12.2009 07:24
British Airways aflýsir öllu flugi Flugfélagið British Airways aflýsti öllu innanlandsflugi og flugi milli Bretlands og meginlandsins um Heathrow-flugvöll eftir klukkan sjö í gærkvöldi. 22.12.2009 07:20
Standa með Stalín Aðdáendur Jósefs Stalín, bæði í Rússlandi og Georgíu, minntust þess í gær að 130 ár eru liðin frá fæðingu þessa alræmda einræðisherra, sem stjórnaði Sovétríkjunum í tæpa þrjá áratugi. 22.12.2009 03:45
Þingmenn missi nefndarlaun Formaður Sjálfsstjórnarflokksins í Færeyjum, Kári P. Højgaard, segist tilbúinn til þess að þingmenn fái hér eftir ekki greitt sérstaklega fyrir embætti innan þings, svo sem þegar þeir fara með formennsku í þingnefndum, heldur verði þingfararkaup látið duga. 22.12.2009 03:30
Fimm menn handteknir Fimm menn voru handteknir seint á sunnudagskvöld fyrir stuld á járnskiltinu alræmda, sem var yfir hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Póllandi. 22.12.2009 03:00
Samþykki nú nánast öruggt Demókratar í öldungadeild Bandaríkjanna telja nú nánast öruggt að frumvarp um nýja skipan heilbrigðistrygginga verði samþykkt í deildinni fyrir jól. 22.12.2009 02:30
Útskrifaðar fyrir afmælisdag Tvíburarnir Krishna og Trishna frá Bangladess voru útskrifaðir frá sjúkrahúsi í Ástralíu í gær, þar sem þær undirgengust erfiða aðgerð fyrir fimm vikum. 22.12.2009 02:00
Breskri leiðtogar í fyrsta sinn í sjónvarpskappræður Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands munu mætast í kappræðum í sjónvarpi fyrir kosningar sem fyrirhugaðar eru einhverntíma á næsta ári, líklegast í maí. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem þessi háttur er hafður á. Gordon Brown, Verkamannaflokki, David Cameron, Íhaldsflokki og Nick Clegg fyrir Frjálslynda demókrata munu mætast í kappræðum á sjónvarpsstöðvunum ITV, Sky og BBC. Kappræðurnar verða haldnar fyrir framan áhorfendur í sjónvarpsal og verður hver þáttur um 90 mínútna langur. 21.12.2009 21:30
Tugþúsundir flýja eldfjall Tugþúsundum hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín á Fillipseyjum en vísindamenn reikna með því að eitt stærsta eldfjall landsins fari að gjósa á næstu dögum. Fleiri en 9000 fjölskyldur, eða tæplega 45 þúsund manns, hafa verið fluttar í búðir sem reistar hafa verið í hæfilegri fjarlægð frá fjallinu Mayon. Sumir íbúar í nágrenninu kjósa þó heldur að halda sig heima og óttast margir að þjófar fari ránshendi um heimili þeirra yfirgefi þeir þau. 21.12.2009 20:14
Mál gegn Polanski ekki látið niður falla Áfrýjunardómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis um að mál gegn honum verði látið niður falla. Polanski var árið 1977 ákærður og dæmdur fyrir barnaníð í ríkinu. Hann flúði til Evrópu og hefur aldrei snúið aftur á bandaríska grund. 21.12.2009 19:45
Friðarverðlaunahafi fyrirskipar mannskæðar loftárásir Barack Obama, Bandaríkjaforseti gaf sjálfur skipun um það fyrir helgi, að tvær sprengjuárásir yrðu gerðar í Yemen. 21.12.2009 19:23
Öngþveiti í Evrópu Öngþveiti ríkir í samgöngumálum í Evrópu vegna mikils fannfergis rétt þegar milljónir manna ætla að bregða sér af bæ um hátíðarnar. 21.12.2009 15:22
Bandaríkin æfa eldflaugaárás frá Íran Bandaríkjamenn ætla í janúar að æfa hvernig þeir myndu verjast langdrægri kjarnorkueldflaug frá Íran. Þeir hafa áður æft hvernig þeir myndu verjast eldflaugaárás frá Norður-Kóreu. 21.12.2009 15:01
Bannað að barna á vígvellinum Bandarískur hershöfðingi í Norður-Írak hefur hótað að leiða liðsmenn sína fyrir herrétt ef þeir verða ófrískir á meðan þeir gegna herþjónustu þar í landi. 21.12.2009 13:14
Ísraelar viðurkenna líffæraþjófanði Mikið upphlaup varð í sumar þegar sænskur blaðamaður hafði eftir palestinskum heimildarmönnum að Ísraelar hefðu stolið líffærum úr líkum palestínumanna sem hefðu fallið í átökum við ísraelska herinn. 21.12.2009 11:04
Maður í gervi villisvíns skotinn til bana Tveir grískir veiðimenn skutu þann þriðja til bana um helgina þar sem hann skreið um í skóglendi, sveipaður feldi sem hann notaði til að dulbúast sem villisvín og freista þess þannig að veiða eitt slíkt. 21.12.2009 08:20
Bandarísk lögregla prófar höfuðmyndavélar Lögregla í Kaliforníu hefur nú til reynslu nýja myndavélatækni sem ætlað er að vera til vitnis um allar aðgerðir hvers lögreglumanns. 21.12.2009 08:06
Bandaríkjamenn grafa sig út úr sköflunum Íbúar austurstrandar Bandaríkjanna eru nú í óða önn að grafa sig út úr sköflum eftir mikið fannfergi og storm þar um helgina en jafnfallinn snjór náði allt að 60 sentimetrum og var til dæmis eitt met sett í þeim efnum í Maryland. 21.12.2009 07:57
Tugir látnir í helkulda í Evrópu Ískuldi og fannfergi í Evrópu urðu tugum að bana um helgina og samgöngur um alla álfuna eru gengnar úr skorðum. 21.12.2009 07:30
Búðareigandi í Kaupmannahöfn stunginn í höfuðið Búðareigandi á sextugsaldri í Kaupmannahöfn var stunginn í höfuðið í gærkvöldi þegar ránstilraun var gerð hjá honum. Tveir unglingspiltar komu inn í búðina og heimtuðu peninga með hníf á lofti. 21.12.2009 07:28
Auschwitz-skiltið endurheimt Hið heimsþekkta járnskilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna, þar sem stendur Arbeit macht Frei, Vinnan gefur frelsi, hefur verið endurheimt en því var stolið í síðustu viku. 21.12.2009 07:25
Þrír geimfarar halda til geimstöðvarinnar Rússnesku Sojus-geimfari var skotið á loft frá Baikonur-geimstöðinni Kazakstan í nótt með þrjá geimfara innanborðs. Mennirnir eru frá Bandaríkjunum, Japan og Rússlandi og mun geimfarið koma að Alþjóðlegu geimstöðinni á Þorláksmessu. 21.12.2009 07:21
Eurostar-lestin stopp vegna frosts Allt að hundrað þúsund manns beggja vegna Ermarsunds sjá fram á að komast ekki á milli Bretlands og meginlandsins eftir að ljóst varð í gær að lestir Eurostar-fyrirtækisins munu ekki ganga um Ermarsundsgöngin í dag og ekki þangað til veður skánar í Evrópu en þar eru nú frosthörkur og fannfergi en hitamunur ofan- og neðanjarðar veldur rafmagnstruflunum í lestunum. 21.12.2009 07:17