Fleiri fréttir

Leikkonan Brittany Murphy látin

Bandaríska leikkonan Brittany Murphy er látin. Fullyrt er á vefsíðunni TMZ að hún hafi fengið hjartaáfall. Brittany var 32 ára.

Flutningabíll ók allt að 100 niður

Allt að 100 létu lífið þegar ökumaður flutningabíls missti stjórn á bifreið sinni í Nígeríu í morgun. Fjölmargir slösuðust. Vegakerfinu í Nígeríu er haldið illa við og því eru umferðarslys afar tíð í landinu.

Chavez undirbýr herinn undir átök

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur fyrirskipað að reist verði ný herstöð við landmæri Venesúela og Kólumbíu. Grunnt á því góða hefur verið á mill ríkjanna að undanförn og kólumbíski herinn í viðbragðsstöðu.

Kalt í Bretlandi

Mikil ringulreið var víða í Bretlandi í morgun vegna snjókomu eftir nóttina. Í norður og austur Bretlandi hefur hitastigið farið í mínus sjö stig og var að minnsta kosti 10 sentimetra þykk snjóbreiða á þeim slóðum.

Fimm létust í óveðri í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti fimm létust í óveðri í Bandaríkjunum í gær. Ófært er á stóru svæði í norðausturhluta landsins og þúsundir heimila eru án rafmagns. Stormurinn náði frá Karólínufylki til New England og lét einni finna fyrir sér í Miðríkjunum. Mikið hefur snjóað en víða mælist 60 sentimetra þykkt snjólag.

Yfirvofandi hryðjuverkaárás

Hryðjuverkaárás, lík þeirri sem gerð var í Mumbai fyrir skömmu, vofir yfir London. Þetta er mat Scotland Yard lögreglunnar sem hefur beðið verslunareigendur í borginni að búast við hinu versta.

Nýtur stuðnings 60 þingmanna

Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings fullyrða að þeir hafi tryggt stuðnings 60 þingmanna af 100 við frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um nýja heilbrigðislöggjöf. Repúblikanar segja breytinguna of dýra og eru staðráðnir í að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Atkvæði verða greidd um málið eftir helgi.

Ný ríkisstjórn kynnt í Afganistan

Afgönskum þingmönnum var í dag kynntur ráðherralisti Hamid Karzai, forseta Afganistan, yfir nýja ríkisstjórn. Forsetinn var ekki viðstaddur þegar þingmenn fengu listann í sínar hendur.

Mikil vonbrigði

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn mikil vonbrigði. Hann væntir þess að hægt verði að ná bindandi samkomulagi á næsta ári.

Ekki bindandi samkomulag

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, náði í gærkvöldi samningi við leiðtoga Kína, Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku um tillögur og áherslur í loftslagsmálum. Samkvæmt því er stefnt að því að hitahækkun verði að jafnaði innan við 2 stig.

Vilja forðast verðhjöðnun

Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Vaxtastig í landinu hefur haldist óbreytt í eitt ár.

Klúður í Kaupmannahöfn

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn virðist hafa mistekist að flestu leyti.

Íranskir hermenn hertóku íraska olíulind

Íranskir hermenn fóru í nótt yfir landamærin til Íraks og hertóku þar olíulind. Írösk stjórnvöld vilja þó gera lítið úr málinu og segja að um yfirgefna lind sé að ræða sem sé auk þess á landsvæði sem þjóðirnar hafa lengi deilt um. Hermennirnir hafa flaggað Íranska fánanum yfir lindinni að sögn bandaríska hersins. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur engin ákvörðun verið tekin af Írökum um framhaldið en þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Íranar fara yfir landamærin í óleyfi.

Miklar tafir á flugi til Bretlands

Mikið fannfergi um allt Bretland hefur valdið miklum töfum á öllum samgöngum. Meðal annars hafa orðið miklar tafir á flugi frá Luton, Gatwick, Manchester og Heathrow.

Drap konuna með fjarstýringunni

Fjörutíu og sex ára gamall Breti hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að verða konu sinni að bana með fjarstýringu fyrir sjónvarp.

Stálu „Arbeit Macht Frei“ skiltinu

Hinu alræmda skilti sem nasistar settu upp við innganginn að Auschwitz útrýmingarbúðunum í Póllandi hefur verið rænt. Á skiltinu, sem er úr járni, stendur „Arbeit Macht Frei“, eða „Vinnan veitir þér frelsi“. Því var stolið snemma í morgun og hefur þjófnaðurinn vakið hörð viðbrögð og sagði talsmaður Helfararsafnsins í Ísrael uppátækið jafngilda stríðsyfirlýsingu.

Fljúgandi píramídi yfir Moskvu

Píramídinn var frekar óskýr en sást þó greinilega á tveim myndböndum sem sett voru á netið. Annað var tekið að degi til en hitt um nótt.

Allt þakið snjó í Danmörku í gær

Allt var þakið snjó um mestan hluta Danmerkur í gær. Danska ríkisútvarpið segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á umferðina þar.

Fekk að hitta aldraða félaga

Búrma, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fékk að fara úr stofufangelsi á heimili sínu í fyrradag til að hitta þrjá aldraða leiðtoga stjórnmálaflokks síns.

Hyggst halda ótrauður áfram

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var myrkur á svip þegar hann yfirgaf sjúkrahúsið í Mílanó, þar sem hann hefur dvalist síðan ráðist var á hann á sunnudag.

Fyrsta vélin afhent eftir ár

flug Fyrsta tilraunaflugi Dream­liner-farþegaþotunnar frá bandarísku flugvélasmiðjunni Boeing gekk vel í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Olmert vildi landtökusvæðin

Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum 5,8 prósent af landsvæði Ísraels, bæði við Gasasvæðið og Vesturbakkann, í skiptum fyrir 6,3 prósent af landsvæði Vesturbakkans.

Stjúpfaðirinn játaði

Stjúpfaðir tveggja ára drengs í Brasilíu hefur játað að hafa stungið 42 saumnálum á ýmsa staði í líkama hans.

Draga undirritun á langinn

Sergei Lavrov, varnarmálaráðherra Rússlands, segir litlar líkur á að nýr afvopnunarsamningur við Bandaríkin verði undirritaður í vikunni, og kennir samninganefnd Bandaríkjanna um tafir sem orðið hafa.

Krabbameinsgen kortlögð

Breskir vísindamenn hafa kortlagt genabyggingu tveggja tegunda krabbameins, húðkrabba og lungnakrabba.

Áfangaskýrsla vegna Air France-slyssins kynnt

Skýrsla rannsóknarhóps vegna farþegaþotu franska flugfélagsins Air France, sem fórst í Atlantshafi 1. júní í sumar, er væntanleg í dag og verður hún kynnt á blaðamannafundi í Frakklandi.

Stakk 50 saumnálum í tveggja ára barn

Lögregla í Brasilíu leitar nú manns sem grunaður er um að hafa stungið um 50 saumnálum í tveggja ára gamlan stjúpson sinn. Móðir drengsins kom með hann á sjúkrahús fyrir viku þar sem hann kvartaði undan sársauka.

Hótunarbréf ofstækismanna send dönskum heimilum

Íbúar Gentofte í Kaupmannahöfn eru slegnir óhug vegna hótunarbréfa sem borist hafa nokkrum heimilum með venjulegum pósti. Bréfin eru á ensku og fer bréfritari fram á að fá greiddar 215.000 danskar krónur, sem eru rúmar fimm milljónir íslenskar, ella verði einhver í fjölskyldunni fyrir líkamstjóni.

Kókaínbarón féll í bardaga við herinn

Arturo Beltran Leyva, stjórnandi hins umfangsmikla Beltran Leyva-kókaínhrings í Mexíkó, var skotinn til bana í skotbardaga við mexíkóska hermenn í gær.

Hyggst skilja við Tiger

Elin Nordegren, eiginkona kylfingsins Tiger Woods, hefur ákveðið að skilja við mann sinn. Enn fremur ætlar hún að fara með börn þeirra heim til Svíþjóðar og verja jólahátíðinni með fjölskyldu sinni.

Niðurskurður fiskveiðikvóta

Evrópusambandið minnkaði veiðikvóta fyrir þorsk og bannaði alveg veiðar á nokkrum tegundum hákarla, en heimilaði hins vegar meiri veiðar á ansjósu. Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsríkjanna tóku ákvarðanir um þetta í gær, þegar kvótar fyrir næsta ár voru afgreiddir.

Eykur enn á spennuna

Íranar gerðu í gær tilraun með endurbætta gerð langdrægs flugskeytis, sem hægt væri að skjóta á Ísrael og hluta Evrópu.

Obama vongóður um heilbrigðislög

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings komna á fremsta hlunn með að samþykkja nýja heilbrigðislöggjöf.

Sjá næstu 50 fréttir