Erlent

British Airways aflýsir öllu flugi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hér má sjá nokkurs konar sneiðmynd af ástandinu í samgöngumálum Breta þessa dagana og má glöggt lesa úr myndinni að þeir muni ekki öfundsverðir.
Hér má sjá nokkurs konar sneiðmynd af ástandinu í samgöngumálum Breta þessa dagana og má glöggt lesa úr myndinni að þeir muni ekki öfundsverðir. MYND/PA/Getty Images

Flugfélagið British Airways aflýsti öllu innanlandsflugi og flugi milli Bretlands og meginlandsins um Heathrow-flugvöll eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Flugvellirnir Gatwick og Luton hafa lokað algjörlega. Ekkert lát er á vetrarveðrinu í Bretlandi og er gert ráð fyrir að fleiri flugfélög leggi niður allt flug. Þá er búist við mikilli snjókomu í dag auk þess sem stormviðvaranir hafa verið gefnar út víða um landið. Breska veðurstofan spáir því enn fremur að einhverjar umferðaræðar muni lokast alveg vegna snjóþunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×