Erlent

Varð fyrir snjóbolta og dró upp byssu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er ef til vill ekki skýrasta mynd í heimi en atburðarásin sést örlítið betur á YouTube.
Þetta er ef til vill ekki skýrasta mynd í heimi en atburðarásin sést örlítið betur á YouTube.

Myndskeið, sem nú má sjá á vefnum YouTube, sýnir, að því er virðist, hvar lögreglumaður á frívakt í Washington dregur upp skammbyssu eftir að snjóbolta var kastað í bíl hans á laugardaginn. Mikil snjókoma hefur verið í Washington undanfarna daga og voru nokkur hundruð manns í snjókasti við eina af aðalgötum borgarinnar. Á myndskeiðinu sést maður halda á einhverju sem líkist mjög skotvopni og á hljóðrás annars myndskeiðs heyrist hann kynna sig sem Baylor rannsóknarlögreglumann. Maðurinn hefur verið settur í skrifstofuvinnu á meðan málið er rannsakað.

Horfa má á myndskeiðið á YouTube hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×