Erlent

Þrír geimfarar halda til geimstöðvarinnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alþjóðlega geimstöðin.
Alþjóðlega geimstöðin.

Rússnesku Sojus-geimfari var skotið á loft frá Baikonur-geimstöðinni Kazakstan í nótt með þrjá geimfara innanborðs. Mennirnir eru frá Bandaríkjunum, Japan og Rússlandi og mun geimfarið koma að Alþjóðlegu geimstöðinni á Þorláksmessu. Þremenningarnir munu dvelja þar fram á vor en þeir tveir, sem nú eru í geimstöðinni, Bandaríkjamaður og Rússi, snúa aftur til jarðar í mars. Smíði Alþjóðlegu geimstöðvarinnar lýkur loks á næsta ári en hún hefur hringsólað um jörðina síðan 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×