Erlent

Játar að hafa myrt stúlku árið 1983

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fórnarlambið, Colette Aram.
Fórnarlambið, Colette Aram.

Rúmlega fimmtugur Breti, kvæntur þriggja barna faðir, hefur játað á sig morð á sextán ára gamalli stúlku árið 1983. Maðurinn, Paul Hutchinson, starfar sem póstburðarmaður í Nottinghamskíri. Hann segist hafa rekist á stúlkuna, Colette Aram, á víðavangi, nauðgað henni, kyrkt hana og falið líkið á akri. Glæpaþáttur BBC, Crimewatch, fjallaði um málið á sínum tíma og vakti það mikinn óhug. Hutchinson á yfir höfði sér lífstíðardóm verði hann sekur fundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×