Erlent

Eurostar-lestin stopp vegna frosts

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Strandaglópar bíða á endastöð Eurostar Bretlandsmegin.
Strandaglópar bíða á endastöð Eurostar Bretlandsmegin. MYND/Getty Images

Allt að hundrað þúsund manns beggja vegna Ermarsunds sjá fram á að komast ekki á milli Bretlands og meginlandsins eftir að ljóst varð í gær að lestir Eurostar-fyrirtækisins munu ekki ganga um Ermarsundsgöngin í dag og ekki þangað til veður skánar í Evrópu en þar eru nú frosthörkur og fannfergi en hitamunur ofan- og neðanjarðar veldur rafmagnstruflunum í lestunum. Ekki tekur betra við ætli menn að fljúga þar sem allar flugsamgöngur eru úr skorðum í Norðvestur-Evrópu. Tugir manna dóu úr kulda um helgina, flestir í Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×