Erlent

Bilið minnkar milli bresku flokkanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gordon Brown forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn nýtur 29 prósenta fylgis en fjöldi kjósenda telur hvorn tveggja kostinn slæman, Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn.
Gordon Brown forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn nýtur 29 prósenta fylgis en fjöldi kjósenda telur hvorn tveggja kostinn slæman, Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn.

Munurinn á fylgi Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í Bretlandi mælist nú aðeins níu prósent samkvæmt könnun sem birtist í breska blaðinu Independent og hefur ekki verið svo mjótt á munum síðan í maí. Senn líður að þingkosningum í Bretlandi en þær verða að öllum líkindum í júní. Íhaldsflokkurinn nýtur stuðnings 38 prósenta kjósenda, Verkamannaflokkurinn 29 prósenta en Frjálslyndir demókratar 19 prósenta. Þá segja rúm 50 prósent Íhaldsflokkinn fremur bera hag efnafólks fyrir brjósti og tæp 50 prósent segja hann mjög slæman kost af tvennu illu og eiga þá við Verkamannaflokkinn sem hinn kostinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×