Erlent

Búðareigandi í Kaupmannahöfn stunginn í höfuðið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Búðareigandi á sextugsaldri í Kaupmannahöfn var stunginn í höfuðið í gærkvöldi þegar ránstilraun var gerð hjá honum. Tveir unglingspiltar komu inn í búðina og heimtuðu peninga með hníf á lofti. Svo heppilega vildi til að eigandi pizzastaðar við hliðina á hafði litið inn og var að spjalla við nágranna sinn, búðareigandann. Þeir gripu til varna og tókst að halda öðrum drengnum þar til lögregla kom en búðareigandinn fékk hnífstungu í höfuðið, án þess þó að slasast alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×