Fleiri fréttir

Sjóræningjar hóta að myrða hjónin

Sómölsku sjóræningjarnir, sem rændu breskum hjónum þar sem þau voru í siglingu um Indlandshaf, hafa hótað að myrða hjónin og brenna bein þeirra, eins og það er orðað, verði ekki orðið við kröfum þeirra um lausnargjald.

Skotlandsmet í of hröðum akstri

Tæplega þrítugur skoskur hárgreiðslumaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að aka vélhjóli á tæplega 270 kílómetra hraða eftir vegi þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar á klukkustund.

BA hækkar gjöld enn á ný

Breska flugfélagið British Airways mun á ný hækka innritunargjöld fyrir farangur 10. nóvember og hækkar gjald fyrir þriðju tösku sem innrituð er úr 32 pundum í 72 sem er jafnvirði rúmra 14.000 króna.

Fordæmir morðin á starfsmönnum SÞ

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í kvöld morðin á starfsmönnum samtakanna í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í nótt. Hann segir þau sýna hversu grimmir og óskammfeilnir Talíbanar séu í aðgerðum sínum.

Margir enn fastir í húsarústum

Margir eru enn fastir undir brennandi húsarústum eftir sprengjuárásina sem gerð var í Pakistan í morgun. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir reyna í örvæntingu að bjarga þeim áður en það er um seinan.

Siglir undir brú sem er sjö metrum of lág

Það fylgjast sjálfsagt margir Danir með þegar risaskipið Oasis of The Seas reynir að sigla á fullri ferð undir Stórabeltisbrúna. Skipið er sjö metrum of hátt.

Hefði étið T-Rex í morgunmat

Steingervingafræðingar í Bretlandi eru nú búnir að raða saman kjálkabeinum úr risavöxnu sæskrímsli sem fundust í fjöru í Dorset. Fyrstu beinin fundust árið 2002 og síðan hafa fundist tuttugu og fimm til viðbótar.

Norðmenn vilja losna við erlend glæpagengi

Norðmenn eru orðnir svo þreyttir á þjófagengjum frá Austur-Evrópu að þeir ætla að kanna hvort sé hægt að framlengja varðhald yfir þeim þartil hægt er að vísa þeim úr landi.

Verðlaunum rignir í Stokkhólmi

Ársþing Norðurlandaráðs er haldið í Stokkhólmi að þessu sinni. Auk þess að ræða margvísleg málefni landanna eru þar einnig veitt margvísleg verðlaun.

Upptökur af Baghdad-sprengingum birtar

Yfirvöld í Írak hafa birt myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum sem sýna sprengingarnar er urðu 155 manns að bana í miðborg Baghdad á sunnudaginn.

Enn sprengt í Pakistan

Að minnsta kosti sextán létust og tugir eru slasaðir eftir að stór sprengja sprakk á markaði í pakistönsku borginni Peshawar í morgun. Eldur læsti sig í nærliggjandi byggingar eftir að sprengjan sprakk. Ekkert lát virðist vera á sprengjuárásum í landinu sem virðast vera hefndaraðgerðir gegn aðgerðum stjórnarinnar gagnvart Talíbönum. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú í opinberri heimsókn í höfuðborginni Islamabad.

Bensíndropinn dýr í Bretlandi

Félag breskra bifreiðaeigenda hefur lýst yfir áhyggjum af því að lítrinn af eldsneyti þar í landi kosti nú að meðaltali 1,07 pund, rúmar 200 íslenskar krónur, en slíkar álögur hafa ekki sést þar í landi fram að þessu.

Sex starfsmenn SÞ drepnir í Afganistan

Sex erlendir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Afganistan voru myrtir í nótt og níu særðust í árás sem gerð var í höfuðborg landsins Kabúl. Árásin var gerð á gistihúsi sem starfsmenn samtakanna nota að staðaldri en vígamenn sáust fara inn í bygginguna.

Sjóræningjar hafa bresk hjón í haldi

Sómalskir sjóræningjar hafa lýst á hendur sér mannráni bresku hjónanna Paul og Rachel Chandler sem hurfu sporlaust í siglingu frá Seychelles-eyjum til Tansaníu. Í tilkynningu frá sjóræningjunum segir að þeir hafi náð snekkju hjónanna í Indlandshafi og væru á leið með hana til hafnar.

Arnold fær styttu af Pútín

Rússneska vaxtarræktar­sambandið hefur látið gera brjóstmynd af Vladimír Pútín sem gefa á Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu.

Geta nú talað saman á gelísku

Nú má nota gelísku í formlegum samskiptum milli ráðherra skosku stjórnarinnar og embættis­manna Evrópusambandsins.

Íranar vilja breytingar á samningnum

Íranar eru reiðubúnir að ganga til samninga við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkueftirlit, en þó aðeins ef veigamiklar breytingar verða gerðar á þeim samningi sem nú liggur fyrir.

Stjórnvöld skera upp herör gegn Nígeríubréfum

Yfirvöld í Nígeríu hafa skorið upp herör í baráttunni gegn netsvindli – svokölluðum Nígeríubréfum – sem streymt hafa frá landinu síðustu ár. Lögregluyfirvöld í Nígeríu segjast þegar hafa lokað þúsund vefsíðum sem geyma slíka bréf og handtekið átján manns.

Hafist handa án Karadzic

Réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, hófust í gær þrátt fyrir fjarveru sakborningsins. Karadzic lét ekki sjá sig í réttarsalnum annan daginn í röð. Hann hyggst verja sig sjálfur og segist þurfa marga mánuði til viðbótar til að undirbúa sig.

Vísindakirkjan sektuð fyrir svik

Vísindakirkjan í Frakklandi hefur verið sektuð fyrir fjársvik. Dómstóllinn féllst þó ekki á þá kröfu saksóknarans að banna kirkjuna í landinu.

Aralhaf smámsaman að endurnýjast

Aralhafið í Kazakstan er smámsaman að endurnýjast eftir að Alþjóðabankinn og ríkisstjórn landsins reistu stíflu sem veitir vatni í það á nýjan leik.

Skjóttu hundinn og bjargaðu heiminum

Tveir nýsjálenskir arkitektar sem hafa sérhæft sig í umhverfismálum og gæludýrahaldi segja að gæludýr mengi á við bestu bensínháka.

Þriðjudagar til þrautar

Mánudagar eru alls ekki svo slæmir en versti tímapunktur vikunnar er klukkan 11:45 á þriðjudagsmorgnum ef marka má nýja breska könnun.

Chavez sakar Kólumbíumenn um njósnir

Stjórnvöld í Venesúela ásaka nágranna sína í Kólumbíu um njósnir auk þess að leyfa Bandaríkjamönnum að koma upp herstöðvum sem nota megi til að gera árás á Venesúela.

Ares-flaugin á loft í dag

Tilraunageimflauginni Ares 1-X verður skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni í dag og er þetta í fyrsta skipti í marga áratugi sem annars konar geimfar en geimskutla stendur á skotpalli 39-B þar á bæ.

Lítið þokast í póstverkfallinu

Enn er allt í járnum milli yfirmanna konunglegu póstþjónunnar og verkalýðsfélaga starfsmannanna og stendur verkfall þeirra enn þá.

Prófessor seldi mörg hundruð höfuðkúpur

Kínverskur prófessor hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða tvo bændur til þess að grafa upp jarðneskar leifar manna í Qinghai-héraðinu í Vestur-Kína og selja höfuðkúpur þeirra á Netinu.

Átti að endurgreiða milljarða

Milljarðamæringurinn Jeffry Picower fannst látinn í sundlaug sinni við glæsivillu á Palm Beach í Flórída í Bandaríkjunum í fyrradag. Talið er að hann hafi drukknað.

Mannfall í Afganistan

Að minnsta kosti 14 Bandaríkjamenn týndu lífi í Afganistan í dag. Sjö hermenn og þrír óbreyttir borgarar féllu þegar að þyrla bandaríska hersins brotlenti í vesturhluta landsind eftir að skotið var á hana. Að auki eru 14 Afganir særðir og 12 Bandaríkjamenn. Talibanar eru sagðir bera ábyrgð á árásinni.

Bagdad jarðsetur börnin sín

Að minnsta kosti eitthundrað fimmtíu og fimm létu lífið og yfir sjöhundruð særðust í árásum á tvær stjórnsýslubyggingar í Bagdad.

Systir Castros njósnaði fyrir CIA

Juanita Castro systir Kúbverska leiðtogans hefur upplýst að hún hafi njósnað um bróður sinni fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA.

Tungumálaörðugleikar í Dallas

Lögreglan í Dallas í Texas er í nokkrum vanda eftir að upplýst var að löggurnar þar hafa stundað það að sekta ökumenn sem ekki tala ensku.

Hann er að gera haugasjó -allir um borð

Undirforingi í bandarísku strandgæslunni hefur verið sviptur skipstjórnarréttindum fyrir að hafa stefnt skipshöfn sinni í hættu í hættu í ágúst síðastliðnum.

Kaupmannahöfn mun brenna í desember

Þúsundir öfgasinnaðra mótmælenda boða að Kaupmannahöfn muni brenna þegar umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar ellefta til átjánda desember.

Pálmatré uxu á Norðurskautslandinu

Pálmatré uxu á Norðurskautinu fyrir fimmtíu milljónum ára samkvæmt rannsókn sem kynnt hefur verið í vísindaritinu Nature Geoscience.

Kosningar í Uruguay: Fyrrverandi skæruliðaforingi líklegastur

Líklegast er talið að vinstrisinnaði skæruliðaforinginn fyrrverandi Jose Mujica fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Uruguay sem fram fóru um helgina. Útgönguspár benda til sigurs hans en þó er búist við því að kjósa þurfi á ný þar sem ólíklegt er talið að hann hafi náð hreinum meirihluta.

Sjá næstu 50 fréttir