Fleiri fréttir Sjóræningjar hóta að myrða hjónin Sómölsku sjóræningjarnir, sem rændu breskum hjónum þar sem þau voru í siglingu um Indlandshaf, hafa hótað að myrða hjónin og brenna bein þeirra, eins og það er orðað, verði ekki orðið við kröfum þeirra um lausnargjald. 29.10.2009 07:15 Skotlandsmet í of hröðum akstri Tæplega þrítugur skoskur hárgreiðslumaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að aka vélhjóli á tæplega 270 kílómetra hraða eftir vegi þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar á klukkustund. 29.10.2009 07:13 BA hækkar gjöld enn á ný Breska flugfélagið British Airways mun á ný hækka innritunargjöld fyrir farangur 10. nóvember og hækkar gjald fyrir þriðju tösku sem innrituð er úr 32 pundum í 72 sem er jafnvirði rúmra 14.000 króna. 29.10.2009 07:04 Fordæmir morðin á starfsmönnum SÞ Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í kvöld morðin á starfsmönnum samtakanna í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í nótt. Hann segir þau sýna hversu grimmir og óskammfeilnir Talíbanar séu í aðgerðum sínum. 28.10.2009 21:05 Margir enn fastir í húsarústum Margir eru enn fastir undir brennandi húsarústum eftir sprengjuárásina sem gerð var í Pakistan í morgun. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir reyna í örvæntingu að bjarga þeim áður en það er um seinan. 28.10.2009 20:41 Siglir undir brú sem er sjö metrum of lág Það fylgjast sjálfsagt margir Danir með þegar risaskipið Oasis of The Seas reynir að sigla á fullri ferð undir Stórabeltisbrúna. Skipið er sjö metrum of hátt. 28.10.2009 15:21 Hefði étið T-Rex í morgunmat Steingervingafræðingar í Bretlandi eru nú búnir að raða saman kjálkabeinum úr risavöxnu sæskrímsli sem fundust í fjöru í Dorset. Fyrstu beinin fundust árið 2002 og síðan hafa fundist tuttugu og fimm til viðbótar. 28.10.2009 14:50 Norðmenn vilja losna við erlend glæpagengi Norðmenn eru orðnir svo þreyttir á þjófagengjum frá Austur-Evrópu að þeir ætla að kanna hvort sé hægt að framlengja varðhald yfir þeim þartil hægt er að vísa þeim úr landi. 28.10.2009 13:06 Verðlaunum rignir í Stokkhólmi Ársþing Norðurlandaráðs er haldið í Stokkhólmi að þessu sinni. Auk þess að ræða margvísleg málefni landanna eru þar einnig veitt margvísleg verðlaun. 28.10.2009 11:15 Áttatíu fórust í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti áttatíu manns fórust og tugir særðust þegar öflug sprengja sprakk í markaðsgötu í borginni Peshawar í Pakistan í dag. 28.10.2009 09:45 Upptökur af Baghdad-sprengingum birtar Yfirvöld í Írak hafa birt myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum sem sýna sprengingarnar er urðu 155 manns að bana í miðborg Baghdad á sunnudaginn. 28.10.2009 08:57 Enn sprengt í Pakistan Að minnsta kosti sextán létust og tugir eru slasaðir eftir að stór sprengja sprakk á markaði í pakistönsku borginni Peshawar í morgun. Eldur læsti sig í nærliggjandi byggingar eftir að sprengjan sprakk. Ekkert lát virðist vera á sprengjuárásum í landinu sem virðast vera hefndaraðgerðir gegn aðgerðum stjórnarinnar gagnvart Talíbönum. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú í opinberri heimsókn í höfuðborginni Islamabad. 28.10.2009 08:55 Bensíndropinn dýr í Bretlandi Félag breskra bifreiðaeigenda hefur lýst yfir áhyggjum af því að lítrinn af eldsneyti þar í landi kosti nú að meðaltali 1,07 pund, rúmar 200 íslenskar krónur, en slíkar álögur hafa ekki sést þar í landi fram að þessu. 28.10.2009 07:09 Sex starfsmenn SÞ drepnir í Afganistan Sex erlendir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Afganistan voru myrtir í nótt og níu særðust í árás sem gerð var í höfuðborg landsins Kabúl. Árásin var gerð á gistihúsi sem starfsmenn samtakanna nota að staðaldri en vígamenn sáust fara inn í bygginguna. 28.10.2009 07:06 Sjóræningjar hafa bresk hjón í haldi Sómalskir sjóræningjar hafa lýst á hendur sér mannráni bresku hjónanna Paul og Rachel Chandler sem hurfu sporlaust í siglingu frá Seychelles-eyjum til Tansaníu. Í tilkynningu frá sjóræningjunum segir að þeir hafi náð snekkju hjónanna í Indlandshafi og væru á leið með hana til hafnar. 28.10.2009 07:04 Arnold fær styttu af Pútín Rússneska vaxtarræktarsambandið hefur látið gera brjóstmynd af Vladimír Pútín sem gefa á Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu. 28.10.2009 05:00 Geta nú talað saman á gelísku Nú má nota gelísku í formlegum samskiptum milli ráðherra skosku stjórnarinnar og embættismanna Evrópusambandsins. 28.10.2009 05:00 Íranar vilja breytingar á samningnum Íranar eru reiðubúnir að ganga til samninga við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkueftirlit, en þó aðeins ef veigamiklar breytingar verða gerðar á þeim samningi sem nú liggur fyrir. 28.10.2009 04:00 Stjórnvöld skera upp herör gegn Nígeríubréfum Yfirvöld í Nígeríu hafa skorið upp herör í baráttunni gegn netsvindli – svokölluðum Nígeríubréfum – sem streymt hafa frá landinu síðustu ár. Lögregluyfirvöld í Nígeríu segjast þegar hafa lokað þúsund vefsíðum sem geyma slíka bréf og handtekið átján manns. 28.10.2009 04:00 Hafist handa án Karadzic Réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, hófust í gær þrátt fyrir fjarveru sakborningsins. Karadzic lét ekki sjá sig í réttarsalnum annan daginn í röð. Hann hyggst verja sig sjálfur og segist þurfa marga mánuði til viðbótar til að undirbúa sig. 28.10.2009 04:00 Börnum bjargað úr kynlífsþrælkun Alríkislögreglan lét til skarar skríða í þrjátíu og sex borgum Bandaríkjanna eftir ítarlega rannsókn og söfnun sönnunargagna. 27.10.2009 16:39 Undirbjuggu hryðjuverkaárás á Jyllandsposten Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið tvo menn í Chicago sem voru að undirbúa hryðjuverkaárásir í Danmörku, meðal annars á ritstjórn Jyllandsposten. 27.10.2009 15:23 Vísindakirkjan sektuð fyrir svik Vísindakirkjan í Frakklandi hefur verið sektuð fyrir fjársvik. Dómstóllinn féllst þó ekki á þá kröfu saksóknarans að banna kirkjuna í landinu. 27.10.2009 14:47 Aralhaf smámsaman að endurnýjast Aralhafið í Kazakstan er smámsaman að endurnýjast eftir að Alþjóðabankinn og ríkisstjórn landsins reistu stíflu sem veitir vatni í það á nýjan leik. 27.10.2009 14:07 Leikskóli sprengdur í tætlur í Bagdad Tuttugu og átta smábörn létu lífið í sprengjuárásunum í Bagdad á sunnudag. Samtök tengd al-Kaida hafa lýst ódæðinu á hendur sér. 27.10.2009 13:30 Skjóttu hundinn og bjargaðu heiminum Tveir nýsjálenskir arkitektar sem hafa sérhæft sig í umhverfismálum og gæludýrahaldi segja að gæludýr mengi á við bestu bensínháka. 27.10.2009 13:13 Flugmennirnir lágu yfir fartölvum sínum Tveir flugmenn hjá bandaríska flugfélaginu Northwest lágu yfir fartölvum sínum þegar þeir flugu framhjá Minneapolis, þar sem þeir áttu að lenda. 27.10.2009 09:38 Þriðjudagar til þrautar Mánudagar eru alls ekki svo slæmir en versti tímapunktur vikunnar er klukkan 11:45 á þriðjudagsmorgnum ef marka má nýja breska könnun. 27.10.2009 08:41 Chavez sakar Kólumbíumenn um njósnir Stjórnvöld í Venesúela ásaka nágranna sína í Kólumbíu um njósnir auk þess að leyfa Bandaríkjamönnum að koma upp herstöðvum sem nota megi til að gera árás á Venesúela. 27.10.2009 08:40 Hið íslamska ríki í Írak lýsir tilræði á hendur sér Hópur sem tengist al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum hefur lýst sprengjutilræðinu í Baghdad á sunnudaginn á hendur sér. 27.10.2009 08:09 Ares-flaugin á loft í dag Tilraunageimflauginni Ares 1-X verður skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni í dag og er þetta í fyrsta skipti í marga áratugi sem annars konar geimfar en geimskutla stendur á skotpalli 39-B þar á bæ. 27.10.2009 07:19 Lítið þokast í póstverkfallinu Enn er allt í járnum milli yfirmanna konunglegu póstþjónunnar og verkalýðsfélaga starfsmannanna og stendur verkfall þeirra enn þá. 27.10.2009 07:12 Prófessor seldi mörg hundruð höfuðkúpur Kínverskur prófessor hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða tvo bændur til þess að grafa upp jarðneskar leifar manna í Qinghai-héraðinu í Vestur-Kína og selja höfuðkúpur þeirra á Netinu. 27.10.2009 07:07 Átti að endurgreiða milljarða Milljarðamæringurinn Jeffry Picower fannst látinn í sundlaug sinni við glæsivillu á Palm Beach í Flórída í Bandaríkjunum í fyrradag. Talið er að hann hafi drukknað. 27.10.2009 02:00 Mannfall í Afganistan Að minnsta kosti 14 Bandaríkjamenn týndu lífi í Afganistan í dag. Sjö hermenn og þrír óbreyttir borgarar féllu þegar að þyrla bandaríska hersins brotlenti í vesturhluta landsind eftir að skotið var á hana. Að auki eru 14 Afganir særðir og 12 Bandaríkjamenn. Talibanar eru sagðir bera ábyrgð á árásinni. 26.10.2009 20:53 Bagdad jarðsetur börnin sín Að minnsta kosti eitthundrað fimmtíu og fimm létu lífið og yfir sjöhundruð særðust í árásum á tvær stjórnsýslubyggingar í Bagdad. 26.10.2009 16:18 Systir Castros njósnaði fyrir CIA Juanita Castro systir Kúbverska leiðtogans hefur upplýst að hún hafi njósnað um bróður sinni fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. 26.10.2009 15:03 Tungumálaörðugleikar í Dallas Lögreglan í Dallas í Texas er í nokkrum vanda eftir að upplýst var að löggurnar þar hafa stundað það að sekta ökumenn sem ekki tala ensku. 26.10.2009 14:43 Hann er að gera haugasjó -allir um borð Undirforingi í bandarísku strandgæslunni hefur verið sviptur skipstjórnarréttindum fyrir að hafa stefnt skipshöfn sinni í hættu í hættu í ágúst síðastliðnum. 26.10.2009 13:56 Kaupmannahöfn mun brenna í desember Þúsundir öfgasinnaðra mótmælenda boða að Kaupmannahöfn muni brenna þegar umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar ellefta til átjánda desember. 26.10.2009 13:04 Risahákarl við baðströnd í Ástralíu Brimbrettasiglarar í Queensland í Ástralíu fara sér nú varlega eftir að merki sáust um risastóran hvítháf undan vinsælli baðströnd þar. 26.10.2009 12:48 Loftsteinn skall til jarðar í Lettlandi Loftsteinn sem skall til jarðar í Lettlandi í gærkvöldi skildi eftir sig gíg sem er fimmtán metrar í þvermál og fimm metrar á dýpt. 26.10.2009 10:55 Pálmatré uxu á Norðurskautslandinu Pálmatré uxu á Norðurskautinu fyrir fimmtíu milljónum ára samkvæmt rannsókn sem kynnt hefur verið í vísindaritinu Nature Geoscience. 26.10.2009 10:07 Amsterdam sekkur hægt og bítandi ofan í misráðin göng Göng undir Amsterdam, sem ætlað var að hýsa neðanjarðarlest og stórbæta samgöngur í borginni, eru að verða einn mesti höfuðverkur skipulagsyfirvalda þar. 26.10.2009 08:39 Kosningar í Uruguay: Fyrrverandi skæruliðaforingi líklegastur Líklegast er talið að vinstrisinnaði skæruliðaforinginn fyrrverandi Jose Mujica fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Uruguay sem fram fóru um helgina. Útgönguspár benda til sigurs hans en þó er búist við því að kjósa þurfi á ný þar sem ólíklegt er talið að hann hafi náð hreinum meirihluta. 26.10.2009 08:25 Sjá næstu 50 fréttir
Sjóræningjar hóta að myrða hjónin Sómölsku sjóræningjarnir, sem rændu breskum hjónum þar sem þau voru í siglingu um Indlandshaf, hafa hótað að myrða hjónin og brenna bein þeirra, eins og það er orðað, verði ekki orðið við kröfum þeirra um lausnargjald. 29.10.2009 07:15
Skotlandsmet í of hröðum akstri Tæplega þrítugur skoskur hárgreiðslumaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að aka vélhjóli á tæplega 270 kílómetra hraða eftir vegi þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar á klukkustund. 29.10.2009 07:13
BA hækkar gjöld enn á ný Breska flugfélagið British Airways mun á ný hækka innritunargjöld fyrir farangur 10. nóvember og hækkar gjald fyrir þriðju tösku sem innrituð er úr 32 pundum í 72 sem er jafnvirði rúmra 14.000 króna. 29.10.2009 07:04
Fordæmir morðin á starfsmönnum SÞ Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í kvöld morðin á starfsmönnum samtakanna í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í nótt. Hann segir þau sýna hversu grimmir og óskammfeilnir Talíbanar séu í aðgerðum sínum. 28.10.2009 21:05
Margir enn fastir í húsarústum Margir eru enn fastir undir brennandi húsarústum eftir sprengjuárásina sem gerð var í Pakistan í morgun. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir reyna í örvæntingu að bjarga þeim áður en það er um seinan. 28.10.2009 20:41
Siglir undir brú sem er sjö metrum of lág Það fylgjast sjálfsagt margir Danir með þegar risaskipið Oasis of The Seas reynir að sigla á fullri ferð undir Stórabeltisbrúna. Skipið er sjö metrum of hátt. 28.10.2009 15:21
Hefði étið T-Rex í morgunmat Steingervingafræðingar í Bretlandi eru nú búnir að raða saman kjálkabeinum úr risavöxnu sæskrímsli sem fundust í fjöru í Dorset. Fyrstu beinin fundust árið 2002 og síðan hafa fundist tuttugu og fimm til viðbótar. 28.10.2009 14:50
Norðmenn vilja losna við erlend glæpagengi Norðmenn eru orðnir svo þreyttir á þjófagengjum frá Austur-Evrópu að þeir ætla að kanna hvort sé hægt að framlengja varðhald yfir þeim þartil hægt er að vísa þeim úr landi. 28.10.2009 13:06
Verðlaunum rignir í Stokkhólmi Ársþing Norðurlandaráðs er haldið í Stokkhólmi að þessu sinni. Auk þess að ræða margvísleg málefni landanna eru þar einnig veitt margvísleg verðlaun. 28.10.2009 11:15
Áttatíu fórust í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti áttatíu manns fórust og tugir særðust þegar öflug sprengja sprakk í markaðsgötu í borginni Peshawar í Pakistan í dag. 28.10.2009 09:45
Upptökur af Baghdad-sprengingum birtar Yfirvöld í Írak hafa birt myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum sem sýna sprengingarnar er urðu 155 manns að bana í miðborg Baghdad á sunnudaginn. 28.10.2009 08:57
Enn sprengt í Pakistan Að minnsta kosti sextán létust og tugir eru slasaðir eftir að stór sprengja sprakk á markaði í pakistönsku borginni Peshawar í morgun. Eldur læsti sig í nærliggjandi byggingar eftir að sprengjan sprakk. Ekkert lát virðist vera á sprengjuárásum í landinu sem virðast vera hefndaraðgerðir gegn aðgerðum stjórnarinnar gagnvart Talíbönum. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú í opinberri heimsókn í höfuðborginni Islamabad. 28.10.2009 08:55
Bensíndropinn dýr í Bretlandi Félag breskra bifreiðaeigenda hefur lýst yfir áhyggjum af því að lítrinn af eldsneyti þar í landi kosti nú að meðaltali 1,07 pund, rúmar 200 íslenskar krónur, en slíkar álögur hafa ekki sést þar í landi fram að þessu. 28.10.2009 07:09
Sex starfsmenn SÞ drepnir í Afganistan Sex erlendir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Afganistan voru myrtir í nótt og níu særðust í árás sem gerð var í höfuðborg landsins Kabúl. Árásin var gerð á gistihúsi sem starfsmenn samtakanna nota að staðaldri en vígamenn sáust fara inn í bygginguna. 28.10.2009 07:06
Sjóræningjar hafa bresk hjón í haldi Sómalskir sjóræningjar hafa lýst á hendur sér mannráni bresku hjónanna Paul og Rachel Chandler sem hurfu sporlaust í siglingu frá Seychelles-eyjum til Tansaníu. Í tilkynningu frá sjóræningjunum segir að þeir hafi náð snekkju hjónanna í Indlandshafi og væru á leið með hana til hafnar. 28.10.2009 07:04
Arnold fær styttu af Pútín Rússneska vaxtarræktarsambandið hefur látið gera brjóstmynd af Vladimír Pútín sem gefa á Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu. 28.10.2009 05:00
Geta nú talað saman á gelísku Nú má nota gelísku í formlegum samskiptum milli ráðherra skosku stjórnarinnar og embættismanna Evrópusambandsins. 28.10.2009 05:00
Íranar vilja breytingar á samningnum Íranar eru reiðubúnir að ganga til samninga við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkueftirlit, en þó aðeins ef veigamiklar breytingar verða gerðar á þeim samningi sem nú liggur fyrir. 28.10.2009 04:00
Stjórnvöld skera upp herör gegn Nígeríubréfum Yfirvöld í Nígeríu hafa skorið upp herör í baráttunni gegn netsvindli – svokölluðum Nígeríubréfum – sem streymt hafa frá landinu síðustu ár. Lögregluyfirvöld í Nígeríu segjast þegar hafa lokað þúsund vefsíðum sem geyma slíka bréf og handtekið átján manns. 28.10.2009 04:00
Hafist handa án Karadzic Réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, hófust í gær þrátt fyrir fjarveru sakborningsins. Karadzic lét ekki sjá sig í réttarsalnum annan daginn í röð. Hann hyggst verja sig sjálfur og segist þurfa marga mánuði til viðbótar til að undirbúa sig. 28.10.2009 04:00
Börnum bjargað úr kynlífsþrælkun Alríkislögreglan lét til skarar skríða í þrjátíu og sex borgum Bandaríkjanna eftir ítarlega rannsókn og söfnun sönnunargagna. 27.10.2009 16:39
Undirbjuggu hryðjuverkaárás á Jyllandsposten Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið tvo menn í Chicago sem voru að undirbúa hryðjuverkaárásir í Danmörku, meðal annars á ritstjórn Jyllandsposten. 27.10.2009 15:23
Vísindakirkjan sektuð fyrir svik Vísindakirkjan í Frakklandi hefur verið sektuð fyrir fjársvik. Dómstóllinn féllst þó ekki á þá kröfu saksóknarans að banna kirkjuna í landinu. 27.10.2009 14:47
Aralhaf smámsaman að endurnýjast Aralhafið í Kazakstan er smámsaman að endurnýjast eftir að Alþjóðabankinn og ríkisstjórn landsins reistu stíflu sem veitir vatni í það á nýjan leik. 27.10.2009 14:07
Leikskóli sprengdur í tætlur í Bagdad Tuttugu og átta smábörn létu lífið í sprengjuárásunum í Bagdad á sunnudag. Samtök tengd al-Kaida hafa lýst ódæðinu á hendur sér. 27.10.2009 13:30
Skjóttu hundinn og bjargaðu heiminum Tveir nýsjálenskir arkitektar sem hafa sérhæft sig í umhverfismálum og gæludýrahaldi segja að gæludýr mengi á við bestu bensínháka. 27.10.2009 13:13
Flugmennirnir lágu yfir fartölvum sínum Tveir flugmenn hjá bandaríska flugfélaginu Northwest lágu yfir fartölvum sínum þegar þeir flugu framhjá Minneapolis, þar sem þeir áttu að lenda. 27.10.2009 09:38
Þriðjudagar til þrautar Mánudagar eru alls ekki svo slæmir en versti tímapunktur vikunnar er klukkan 11:45 á þriðjudagsmorgnum ef marka má nýja breska könnun. 27.10.2009 08:41
Chavez sakar Kólumbíumenn um njósnir Stjórnvöld í Venesúela ásaka nágranna sína í Kólumbíu um njósnir auk þess að leyfa Bandaríkjamönnum að koma upp herstöðvum sem nota megi til að gera árás á Venesúela. 27.10.2009 08:40
Hið íslamska ríki í Írak lýsir tilræði á hendur sér Hópur sem tengist al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum hefur lýst sprengjutilræðinu í Baghdad á sunnudaginn á hendur sér. 27.10.2009 08:09
Ares-flaugin á loft í dag Tilraunageimflauginni Ares 1-X verður skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni í dag og er þetta í fyrsta skipti í marga áratugi sem annars konar geimfar en geimskutla stendur á skotpalli 39-B þar á bæ. 27.10.2009 07:19
Lítið þokast í póstverkfallinu Enn er allt í járnum milli yfirmanna konunglegu póstþjónunnar og verkalýðsfélaga starfsmannanna og stendur verkfall þeirra enn þá. 27.10.2009 07:12
Prófessor seldi mörg hundruð höfuðkúpur Kínverskur prófessor hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða tvo bændur til þess að grafa upp jarðneskar leifar manna í Qinghai-héraðinu í Vestur-Kína og selja höfuðkúpur þeirra á Netinu. 27.10.2009 07:07
Átti að endurgreiða milljarða Milljarðamæringurinn Jeffry Picower fannst látinn í sundlaug sinni við glæsivillu á Palm Beach í Flórída í Bandaríkjunum í fyrradag. Talið er að hann hafi drukknað. 27.10.2009 02:00
Mannfall í Afganistan Að minnsta kosti 14 Bandaríkjamenn týndu lífi í Afganistan í dag. Sjö hermenn og þrír óbreyttir borgarar féllu þegar að þyrla bandaríska hersins brotlenti í vesturhluta landsind eftir að skotið var á hana. Að auki eru 14 Afganir særðir og 12 Bandaríkjamenn. Talibanar eru sagðir bera ábyrgð á árásinni. 26.10.2009 20:53
Bagdad jarðsetur börnin sín Að minnsta kosti eitthundrað fimmtíu og fimm létu lífið og yfir sjöhundruð særðust í árásum á tvær stjórnsýslubyggingar í Bagdad. 26.10.2009 16:18
Systir Castros njósnaði fyrir CIA Juanita Castro systir Kúbverska leiðtogans hefur upplýst að hún hafi njósnað um bróður sinni fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. 26.10.2009 15:03
Tungumálaörðugleikar í Dallas Lögreglan í Dallas í Texas er í nokkrum vanda eftir að upplýst var að löggurnar þar hafa stundað það að sekta ökumenn sem ekki tala ensku. 26.10.2009 14:43
Hann er að gera haugasjó -allir um borð Undirforingi í bandarísku strandgæslunni hefur verið sviptur skipstjórnarréttindum fyrir að hafa stefnt skipshöfn sinni í hættu í hættu í ágúst síðastliðnum. 26.10.2009 13:56
Kaupmannahöfn mun brenna í desember Þúsundir öfgasinnaðra mótmælenda boða að Kaupmannahöfn muni brenna þegar umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar ellefta til átjánda desember. 26.10.2009 13:04
Risahákarl við baðströnd í Ástralíu Brimbrettasiglarar í Queensland í Ástralíu fara sér nú varlega eftir að merki sáust um risastóran hvítháf undan vinsælli baðströnd þar. 26.10.2009 12:48
Loftsteinn skall til jarðar í Lettlandi Loftsteinn sem skall til jarðar í Lettlandi í gærkvöldi skildi eftir sig gíg sem er fimmtán metrar í þvermál og fimm metrar á dýpt. 26.10.2009 10:55
Pálmatré uxu á Norðurskautslandinu Pálmatré uxu á Norðurskautinu fyrir fimmtíu milljónum ára samkvæmt rannsókn sem kynnt hefur verið í vísindaritinu Nature Geoscience. 26.10.2009 10:07
Amsterdam sekkur hægt og bítandi ofan í misráðin göng Göng undir Amsterdam, sem ætlað var að hýsa neðanjarðarlest og stórbæta samgöngur í borginni, eru að verða einn mesti höfuðverkur skipulagsyfirvalda þar. 26.10.2009 08:39
Kosningar í Uruguay: Fyrrverandi skæruliðaforingi líklegastur Líklegast er talið að vinstrisinnaði skæruliðaforinginn fyrrverandi Jose Mujica fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Uruguay sem fram fóru um helgina. Útgönguspár benda til sigurs hans en þó er búist við því að kjósa þurfi á ný þar sem ólíklegt er talið að hann hafi náð hreinum meirihluta. 26.10.2009 08:25