Erlent

Undirbjuggu hryðjuverkaárás á Jyllandsposten

Óli Tynes skrifar

Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið tvo menn í Chicago sem voru að undirbúa hryðjuverkaárásir í Danmörku, meðal annars á ritstjórn Jyllandsposten.

Blaðið bakaði sér mikla reiði múslima þegar það birti skopmyndir af Múhameð spámanni fyrir nokkrum árum.

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar segir að vandlega hafi verið fylgst með mönnunum tveimur í langan tíma.

Annar þeirra hafi tvisvar komið til Danmerkur til þess að kynna sér aðstæður. Hann hafi tekið mikið af videomyndum af væntanlegum skormörkum.

Það er mat leyniþjónustu dönsku lögreglunnar að veruleg hætta sé á að reynt verði að gera hryðjuverkaárásir þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×