Erlent

Tungumálaörðugleikar í Dallas

Óli Tynes skrifar
David M. Kunkle lögreglustjóri í Dallas á blaðamannafundinum.
David M. Kunkle lögreglustjóri í Dallas á blaðamannafundinum.

Lögreglan í Dallas í Texas er í nokkrum vanda eftir að upplýst var að löggurnar þar hafa stundað það að sekta ökumenn sem ekki tala ensku.

Þetta kom í ljós þegar hnýsinn blaðamaður hitti mexískóska konu sem lögreglan stöðvaði. Hún skildi hvorki upp né niður í sektarmiðanum sem hún fékk, enda var hann á ensku.

Blaðamaðurinn sá sér til furðu að hún hafði verið sektuð fyrir að tala ekki ensku. Lögreglustjórinn í Dallas var náttúrlega spurður um þessa háttsemi. Honum var nett brugðið.

Á blaðamannafundi viðurkenndi hann að fundist hefðu þrjátíu og átta tilfelli um sektir af þessum toga. Hann sagði að sektirnar yrðu auðvitað felldar niður og laganna vörðum bent á að það teldist ekki umferðarlagabrot að tala ekki ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×