Erlent

Sjóræningjar hóta að myrða hjónin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sómölsku sjóræningjarnir, sem rændu breskum hjónum þar sem þau voru í siglingu um Indlandshaf, hafa hótað að myrða hjónin og brenna bein þeirra, eins og það er orðað, verði ekki orðið við kröfum þeirra um lausnargjald. Eins segjast þeir munu bregðast hinir verstu við verði reynt að frelsa hjónin með hervaldi. Þetta sagði einn sjóræningjanna, Mohamed Hussein, í samtali við Telegraph. Mjög fátítt er að sómölsku sjóræningjarnir skaði gísla sína en eftir nokkur tilvik þar sem sjóræningjar voru skotnir til bana við björgunaraðgerðir eru gíslar hugsanlega taldir vera í meiri hættu en áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×