Erlent

Hann er að gera haugasjó -allir um borð

Óli Tynes skrifar
Weber kennir siglingu í vondum sjó.
Weber kennir siglingu í vondum sjó. Mynd/AP

Undirforingi í bandarísku strandgæslunni hefur verið sviptur skipstjórnarréttindum fyrir að hafa stefnt skipshöfn sinni í hættu í hættu í ágúst síðastliðnum.

Þá gekk fellibylurinn Bill yfir með tilheyrandi stórsjó. Það fannst James Weber tilvalið tækifæri til þess að kenna áhöfn sinni hvernig ætti að sigla í vondu veðri.

Siglingin gekk ágætlega, en Weber var tekinn á teppið þegar myndir birtust á netinu af litla björgunarskipinu hans berjast í öldurótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×