Erlent

Bensíndropinn dýr í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Félag breskra bifreiðaeigenda hefur lýst yfir áhyggjum af því að lítrinn af eldsneyti þar í landi kosti nú að meðaltali 1,07 pund, rúmar 200 íslenskar krónur, en slíkar álögur hafa ekki sést þar í landi fram að þessu. Formaður félagsins segist vonast til þess að núverandi verðlag sé tímabundinn broddur sem muni jafna sig áður en langt um líður en engu að síður sé um slæm tíðindi að ræða fyrir meðalfjölskyldu sem megi búast við því að eldsneytiseyðsla heimilisbifreiðarinnar aukist þegar kólna tekur í veðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×