Erlent

BA hækkar gjöld enn á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breska flugfélagið British Airways mun á ný hækka innritunargjöld fyrir farangur 10. nóvember og hækkar gjald fyrir þriðju tösku sem innrituð er úr 32 pundum í 72 sem er jafnvirði rúmra 14.000 króna. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan félagið hækkaði innritunargjöldin síðast auk þess sem lagt hefur verið sérstakt gjald á farþega sem falast eftir sæti á ákveðnum stað í vélinni, komi beiðnin fram meira en einum sólarhring fyrir flug. Nýju gjöldin leggjast á í kjölfar þess að flugliðar höfnuðu með miklum meirihluta kröfu British Airways um lækkun og frystingu launa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×