Erlent

Aralhaf smámsaman að endurnýjast

Óli Tynes skrifar
Fjölmörg fiskiskip hafa áratugum saman staðið á botni þess sem eitt sinn var fjórða stærsta innhaf jarðarinnar.
Fjölmörg fiskiskip hafa áratugum saman staðið á botni þess sem eitt sinn var fjórða stærsta innhaf jarðarinnar.

Aralhafið í Kazakstan er smámsaman að endurnýjast eftir að Alþjóðabankinn og ríkisstjórn landsins reistu stíflu sem veitir vatni í það á nýjan leik.

Aralhaf var eitt sinn fjórða stærsta innhaf jarðarinnar. Sovétríkin breyttu hinsvegar farvegi áa og fljóta sem í það runnu, til þess að vökva gífurlega bómullarakra sína. Það varð til þess að hafið minnkaði um níutíu prósent.

Hafsbotninn varð eyðimörk sem hirðingjar gengu yfir með úlfalda sína.

Mikil og góð fiskveiði var í Aralhafi á sínum tíma og bæir og borgir á bökkum þess. Það fór nær allt í eyði.

En þótt nú sé farið að vökna á nýjan leik munu mörg ár líða áður en Aralhaf nær sínu fyrra horfi, ef það gerist þá nokkurntíma. Bláfátækir íbúarnir eru þó farnir að eygja von.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×