Erlent

Skotlandsmet í of hröðum akstri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hárgreiðslumaðurinn hraðskreiði, Neil Purves.
Hárgreiðslumaðurinn hraðskreiði, Neil Purves.

Tæplega þrítugur skoskur hárgreiðslumaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að aka vélhjóli á tæplega 270 kílómetra hraða eftir vegi þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar á klukkustund. Um er að ræða Skotlandsmet í of hröðum akstri og var manninum auk fangelsisvistarinnar gert að sæta sviptingu ökuréttinda í fimm ár. Eitt vitnanna við réttarhöldin, lögreglumaður með 28 ára starfsreynslu, sagðist aldrei á sínum starfsferli hafa orðið vitni að hraðakstri í líkingu við þetta. Dómari hafnaði alfarið beiðni verjanda hárgreiðslumannsins um að skilorðsbinda refsinguna og vísaði til alvarleika brotsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×