Erlent

Sjóræningjar hafa bresk hjón í haldi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Sómalskir sjóræningjar hafa lýst á hendur sér mannráni bresku hjónanna Paul og Rachel Chandler sem hurfu sporlaust í siglingu frá Seychelles-eyjum til Tansaníu. Í tilkynningu frá sjóræningjunum segir að þeir hafi náð snekkju hjónanna í Indlandshafi og væru á leið með hana til hafnar. Þá fylgdu skilaboð um að lausnargjaldskrafa væri væntanleg. Hjónin eru tæplega sextug. Sómalskir sjóræningjar hafa náð fjölda skipa á sitt vald undanfarin misseri en virðast ekki vera mikil illmenni. Nánast undantekningarlaust hafa þeir sleppt ránsfeng og áhöfnum lausum við greiðslu lausnargjalds og ekki skirrst við að veita fjölmiðlum viðtöl sé þess óskað. Engu að síður er hátterni þeirra þyrnir í augum margra skipafélaga og útgerða en ekki hlaupið að því að hafa eftirlit með því víðfeðma hafsvæði sem sjóræningjarnir athafna sig á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×