Fleiri fréttir

Aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta á leiðinni?

Vísindamenn hjá Nasa nálgast það að geta spáð fyrir um jarðskjálfta en þeir fundu út að náin tengsl eru á milli raftruflana í jaðri lofthjúps okkar og yfirvofandi jarðskjálfta á jörðu niðri. Út frá þessum tengslum telja þeir að hægt sé að búa til aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta.

Anders Fogh ætlar ekki að biðja al-Qaeda afsökunar

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur segist ekki taka það í mál að biðja hryðjuverkasamtökin al-Qaeda afsökunar eins og þau kröfðust þegar samtökin lýstu ábyrgð á árásinni á danska sendiráðið í Pakistan á hendur sér.

Einn af aðalheilunum á bak við 11. september fyrir herrétti í Guantanamo

Réttarhöld eru að hefjast yfir Khalid Sheikh Mohammed og fjórum öðrum sem ásakaðir eru um hafa átt þátt í að skipuleggja hryðjuverkaárásina á 11. september 2001. Saksóknarar í réttarhöldunum, sem eru í herrétti í Guantanamo, krefjast þess að sakborningar verði dæmdir til dauðarefsingar.

Filipeysk dóttir Fischers fær arfinn

Jinky Young dóttir skáksnillingsins Bobby Fischer mun bráðlega fá hlut sinn í þeim eignum sem faðir hennar skildi eftir sig og eru metnar á rúmar 246 milljónir króna, fyrir utan gull sem hann átti og prósendur af kvikmyndinni, “Bobby Fischer Goes to War.”

Fiskimönnum lendir saman við lögreglu í Brussel

Óeirðir brutust út í dag þegar fiskimönnum lenti saman við lögreglu við mótmæli þeirra á háu olíuverði fyrir utan aðalbyggingar Evrópusambandsins í Brussel í dag. Nokkrar rúður brotnuðu í byggingum sambandsins og að minnsta kosti einum bíl var snúið á hvolf í mótmælunum.

Hillary virðist ekki ætla að draga sig til baka

Bæði Hillary Clinton og Barack Obama töluðu rétt í þessu á fundi AIPAC samtakanna sem berjast fyrir auknum samskiptum og stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsríki. Hillary notaði ekki tækifærið til þess að draga sig til baka heldur forðaðist hún að nefna neinn ákveðinn sem næsta frambjóðanda Demókrata til forseta Bandaríkjanna.

Bush óskar Obama til hamingju með sigurinn

George Bush bandaríkjaforseti óskaði í dag Barack Obama til hamingju með að hafa tryggt sér útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins. Dana Perino, talsmaður Hvíta hússins, sagði Bush sjálfan þekkja vel hve erfitt ferli forkosningarnar væru, og að afrek Obama væri töluvert.

Trúleysingjar gripnir í samförum í dómkirkju

Karlmaður og kona hafa verið kærð eftir að hafa stundað kynlíf í skriftarstóll í dómkirkju á Cesena á Norður-Ítalíu. Lögreglan var látin vita eftir að kirkjugestur heyrði skrjáf og stunur úr skriftarstólnum og afhjúpaði gotharalegt par í samförum.

Hillary hugleiðir stöðu sína

Hillary Clinton hugleiðir nú stöðu sína eftir að Barak Obama náði tilskyldum kjörmannafjölda í gærkvöldi til þess að fá útnefningu Demókrata til komandi forsetakosninganna í Bandaríkjunnum.

Setið var um stúlkuna sem dó í London

Fjölskylda stúlkunnar, Arsenu Dawit sem var stungin til bana á mánudaginn í London, hafði kvartað til lögreglu yfir þráhyggjufullum manni sem þau segja að hafi hótað að drepa hana.

Obama nánast búinn að tryggja sér sigur

Barack Obama er nánast búinn að tryggja sér sigur og þar með útnefningu sem næsta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Jimmy Carter mun styðja Obama

Fyrrum forseti Bandaríkjanna Jimmy Carter mun styðja Barack Obama sem forsetaefni demókrataflokksins þegar atkvæðagreiðslu líkur í tveimur prófkjörum seinna í kvöld. Þetta er haft eftir skrifstofu Jimmy Carters í Atlanta.

Rannsókn á sprengingunni í Pakistan hafin

Degi eftir sprenginguna fyrir utan danska sendiráðið í Islamabad í Pakistan er byrjað að leita að vísbendingum hver stóð að verknaðinum. Teymi rannsóknarmanna grannskoða nú brak á vettvangi.

Simbabve hindrar störf hjálparsamtaka

Stjórvöld Simbabve hafa bannað að minnsta kosti einum hjálparsamtökum að starfa í landinu þar sem þau telja þau hafa talað máli andstæðinga stjórnvalda.

Eldri feður eignast skammlífari börn

Vísindamenn hafa fundið út að börn eru nær tvöfalt líklegri til að deyja áður en þau verða fullorðin eigi þau feður eldri en 45 ára en ef feður þeirra eru á milli 25-30 ára.

Rætt um matvælakreppu í Róm

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon sagði á leiðtogafundinum sem haldin er þessa dagana í Róm um matvælakreppu heimsins að matvælaframleiðsla þyrfti að aukast um 50% fyrir árið 2030 til þess að mæta matarþörfum heimsins.

Einn handtekinn vegna morðsins á skólastúlkunni

Maður á þrítugsaldri var handtekinn nú í kvöld eftir að fimmtán ára stúlka fannst látin með fjöldi stungusára. Stúlkan fannst í lyftu í blokk nálægt Waterloo lestarstöðinni í London.

Kenndy fór í vel heppnaða aðgerð

Öldungardeildarþingmaðurinn Edward Kennedy fór í vel heppnaða aðgerð í dag en hann greindist nýlega með krabbamein í heilanum. Þingmaðurinn sem er orðinn 76 ára gamall greindist með krabbameinið í siðasta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir