Erlent

Einn af aðalheilunum á bak við 11. september fyrir herrétti í Guantanamo

Réttarhöld eru að hefjast yfir Khalid Sheikh Mohammed og fjórum öðrum sem ásakaðir eru um hafa átt þátt í að skipuleggja hryðjuverkaárásina á 11. september 2001. Saksóknarar í réttarhöldunum, sem eru í herrétti í Guantanamo, krefjast þess að sakborningar verði dæmdir til dauðarefsingar.

Khalid Sheikh Mohammed hefur viðurkennt aðild að hryðjuverkaárásunum 11. september auk þess að hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í meira en 30 öðrum hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn. Hann var handtekinn í Pakistan árið 2003 og var í leynifangelsi á vegum CIA þangað til hann var fluttur til Guantanamo fyrir tveimur árum. í hinu leynilega fangelsi varð hann fyrir vatnspyntingum við yfirheyslu.

Réttarhöldin hafa vakið upp spurningar um réttmæti þess að sækja mál sem þetta fyrir herrétti þar sem spurningamerki er sett við hvort hann uppfylli alþjóðlega réttarstaðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×