Erlent

Fyrrum forsætisráðherra Dana var njósnari Bandaríkjamanna

H.C. Hansen fyrrum forsætisráðherra Dana var njósnari í þágu bandarísku leyniþjónustunnar á tímum kalda stríðsins. Í leyniþjónustunni hafði hann dulnefnið Big Horn.

Hansen tilheyrði jafnaðarmannaflokknum og var forsætisráðherra á árunum 1956 og þar til hann lést 1960. Það er sagnfræðingur við háskólann í Hróarskeldu sem upplýsir um málið eftir að hafa fengið gögn frá þjóðskjalasafninu í Washington sem nýlega voru gerð opinber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×