Erlent

Al-Qaeda lýsir ábyrgð á sprengjuárásinni í Pakistan á hendur sér

Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar
Brak fyrir framan danska sendiráðið í Islamabad
Brak fyrir framan danska sendiráðið í Islamabad

Hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda lýstu yfir í gær að þau hefðu staðið á bak við sprengjuárásina sem var á danska sendiráðið í Islamabad í Pakistan á mánudaginn. Þar létust að minnsta kosti 6 manns og fjörutíu manns særðust.

Samtökin segja árásina hafa verið hefnd fyrir Múhammeðsteikningarnar sem hafa birst í dönskum fjölmiðlum. Þau segja að líta eigi á sprenginguna sem aðvörun. Ef ekki komi afsökun frá Danmörku þá megi Danir eiga von á fleiri árásum. Yfirlýsingin frá Al-Queda kom fram á netinu þannig að ekki er hægt með fullri vissu að eigna þeim yfirlýsinguna en hryðjuverkasérfræðingar telja það frekar öruggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×