Erlent

Trúleysingjar gripnir í samförum í dómkirkju

parið stundaði kynlífi í dómkirkju. Kirkjan á myndinni þó ekki sú í Cesena.
parið stundaði kynlífi í dómkirkju. Kirkjan á myndinni þó ekki sú í Cesena.

Karlmaður og kona hafa verið kærð eftir að hafa stundað kynlíf í skriftarstóll í dómkirkju í Cesena á Norður-Ítalíu. Lögreglan var látin vita eftir að kirkjugestur heyrði skrjáf og stunur úr skriftarstólnum og afhjúpaði gotharalegt par í samförum.

Parið á víst að hafa réttlætt gjörðir sínar með því að segjast vera trúleysingjar og að kirkja væri fyrir þeim eins og hver annar staðar til þess að stunda kynlíf á.

Biskup staðarins Antonio Lanfranchi taldi hegðun parsins vera hneyksli og sagði að sérstök athöfn myndi eiga sér stað til þess að hreinsa skriftarstólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×