Fleiri fréttir

Tsvangiari heim í dag

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, er væntanlegur aftur heim í dag. Hann frestaði heimkomu sinni fyrir viku vegna ótta um fyrirsát.

Pöndurnar tínast heim

Tíu pöndur hurfu úr verndar- og rannsókanarstöð fyrir pandabirni í Sichuan héraði í Kína, þegar jarðskjálftinn reið þar yfir hinn tólfta þessa mánaðar.

Sieg HEIL

Þýska póstfyrirtækið Deutche Post sendi óvart frá sér frímerki með mynd af Rudolf Hess, staðgengli Adolfs Hitlers.

Til hamingju New York

New York búar héldu í gær upp á 125 ára afmæli Brooklyn brúarinnar. Brúin er 1825 metra löng. Hún liggur yfir East River og tengir saman hverfin Broolyn og Manhattan.

Hlaupið áfram með kyndil í Kína

För Ólympíukyndilsins hófst á ný í morgun frá hafnarborginni Nangbo en för kyndilsins var stöðvuð þegar lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg til að minnast fórnarlamba jarðskjálftans mikla í Sichuan-héraði.

Verkamannaflokkurinn breski tapaði öruggu þingsæti

Enn aukast vandræði George Brown forsætisráðherra Bretlands. Verkamannaflokkurinn tapaði í aukakosningum í kjördæminu Crewe and Nantwich en kjördæmið hefur verið öruggt vígi flokksins um áratuga skeið.

Hvirfilbylur varð einum að bana

Mikill hvirfilbylur braust út í norðurhluta Colorado ríkis í dag, með þeim afleiðingum að vinnuvélar fuku um koll, þak rifnuðu af húsum og að minnsta kosti einn maður lest.

Tsvangirai ætlar heim til sín

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, hyggst snúa aftur heim til sín á laugardaginn, þrátt fyrir að fréttir hermi að búið sé að skipuleggja banatilræði gagnvart honum.

Skotárás við Nørrebro

Til harðra átaka kom við söluturn sem stendur við Nørrebro í Kaupmannahöfn nú undir kvöld

Augað sér um Atlantsála

Draumur 19. aldar verkfræðingsins Alexanders Stanhope St George er loks orðinn að veruleika. Barnabarn hans, Paul St George, hefur smíðað kíki með rúmlega þriggja metra breiðri linsu sem gerir Lundúnarbúum kleift að sjá yfir Atlantshafið

Ekki var grasið grænna

Vélvirki nokkur í bænum Carterton í Nýja-Sjálandi var handtekinn áður en hann náði að depla auga eftir að hafa í verulegu bjartsýniskasti boðið afgreiðslumanni á bensínstöð greiðslu í maríjúana fyrir tvo poka af M&M og einn af kartöfluflögum.

Ban Ki-moon í Búrma

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna er staddur í Búrma til þess að kynna sér aðstæður í landinu sem varð illa úti í fellibylnum Nargis fyrir þremur vikum. Ki-moon mun ferðast um Irrawaddy árósasvæðið þar sem fellybylurinn olli mestum skemmdum.

Ruslavandi Napólí líkt og hamfarir

Tekið verður á ruslvandamáli Napólíborgar á Ítalíu líkt og um náttúruhamfarir sé að ræða. Frá þessu greindi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í dag eftir ríkisstjórnarfund í borginni.

Konunglegt brúðkaup á laugardag

Danir búa sig nú undir það að halda konunglegt brúðkaup næstkomandi laugardag. Þá gengur Jóakim Danaprins að eiga sína heitelskuðu til tveggja ára hina frönsku Maríu.

American Airlines fækkar ferðum

Bandaríska flugfélagið American Airlines ætlar minnka sætaframboð sitt í innanlandsflugi um 11 til 12 prósent á þessu ári vegna verðhækkana á eldsneyti.

Halló........þetta er Georg

Bush Bandaríkjaforseti mun í dag tilkynna stefnubreytingu gagnvart Kúbu. Bandaríkin hafa haft Kúbu í viðskipta- og samskiptabanni í marga áratugi.

Stærsta nagdýr sögunnar skreppur saman

Stærsta nagdýr sögunnar var ekki eins stórt og vísindamenn töldu áður. Er fyrstu fregnir bárust af fundi á steingerðri hauskúpu þess í Úrúgvæ var talið að það hefði verið á stærð við nautgrip og vegið eitt tonn. Nánari rannsóknir hafa leitt í ljós að þyngd þess og stærð var um þrefalt minni en það.

Sjá næstu 50 fréttir