Erlent

Hvirfilbylur varð einum að bana

Hvirfilbylur.
Hvirfilbylur.

Mikill hvirfilbylur braust út í norðurhluta Colorado ríkis í dag, með þeim afleiðingum að vinnuvélar fuku um koll, þak rifnuðu af húsum og að minnsta kosti einn maður lest.

Dánardómsstjórinn í Weld sýslu staðfesti að einn hefði látist í veðrinu sem braust út um 80 kílómetrum norður af Denver. Ekki fékkst staðfest hvar eða hvernig maðurinn lest.

Óveðrið færðist norð- norðvestur að bæjunum Platteville, Milliken, Greeley og Windsor. Svo virðist sem bærinn Windsor hafi orðið verst fyrir barðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×