Erlent

Fundu sprengifimt efni á manni við kjarnorkuver í Svíþjóð

Þrjú kjarnorkuver eru í Svíþjóð sem sjá helmingi Svía fyrir orku.
Þrjú kjarnorkuver eru í Svíþjóð sem sjá helmingi Svía fyrir orku.

Sænska lögreglan yfirheyrir nú logsuðumann sem gripinn var með leifar af sprengiefni á sér við komuna í Oskarshamn-kjarnorkuverið á suðausturströnd Svíþjóðar í morgun.

Eftir því sem sænsk lögregluyfirvöld segja frá var haft samband við lögreglu eftir að efnið fannst á höndum mannsins og á poka sem hann var með. Maðurinn er verktaki og var í slembiskoðun við öryggishlið kjarnorkuversins þegar efnið fannst.

Um er að ræða hið mjög svo sprengifima efni TATP sem er kröftugra en dýnamít en er ekki á lista sænskra stjórnvalda yfir bönnuð efni. Maðurinn er nú yfirheyrður í Kalmar en lögregla hefur rýmt svæðið á meðan hún skoðar pokann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×