Erlent

Tsvangiari heim í dag

MYND/AFP

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, er væntanlegur aftur heim í dag. Hann frestaði heimkomu sinni fyrir viku vegna ótta um fyrirsát.

Tsvangirai hefur verið á ferð um vesturlönd og Afríku síðustu vikur að afla stuðnings eftir að uppúr sauð vegna þing- og forsetakosninga í landinu í lok mars. Kjörstjórn tregðaðist þá við að birta úrslit forsetakosninganna í mánuð. Tsvangirai og Robert Mugabe, sitjandi forseti, munu etja kappi í seinni umferð forsetakosninga í lok næsta mánaðar. Stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök óttast að Mugabe og bandamenn hans steli sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×